Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 17:08 Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson
Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00
Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51