
Þetta þýðir þá ekki að græni risinn Hulk sé allur því í blöðunum, ólíkt myndunum, hefur Banner ekki breyst í Hulk í heilt ár. Þar hefur vísindamanninum tekist að hamla reiði sína með ástundun hugleiðslu. Á sama tíma er búið að kynna nýjan grænan risa til sögunnar. Það er táningsstrákur frá Suður-Kóreu að nafni Amadeus Cho.
Eins og margir muna var söguþráður fyrri Civil War teiknimyndabókaseríunnar frá Marvel tekinn upp í síðustu kvikmynd um Captain America. En þar börðust hetjurnar innbyrðis eftir að hafa orðið ósammála um hvernig væri best að sinna hetju-störfum sínum. Í nýrri seríu Marvel skipta hetjurnar sér aftur upp í lið og berjast innbyrðis. Svo virðist sem Bruce Banner láti lífið í hasarnum.
Það er greinilega verið að yngja upp í hetjuhópnum hjá Marvel því fyrir nokkru var það tilkynnt að 15 ára svört stúlka tæki við af Tony Stark sem Iron Man.
Nú verður gaman að sjá hvort þessar breytingar eigi eftir að koma fram í kvikmyndunum líka.