Nágrannarnir gleðjast saman Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:00 Það ríkir mikill nágrannakærleikur í Norðurmýrinni og búast má við miklu fjöri á hátíð hverfisins í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikjan að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýrinni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir steinveggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vettvang til þess að kynnast nágrönnunum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamennirnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matarsmökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikjan að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýrinni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir steinveggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vettvang til þess að kynnast nágrönnunum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamennirnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matarsmökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira