Nágrannarnir gleðjast saman Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:00 Það ríkir mikill nágrannakærleikur í Norðurmýrinni og búast má við miklu fjöri á hátíð hverfisins í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikjan að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýrinni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir steinveggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vettvang til þess að kynnast nágrönnunum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamennirnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matarsmökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikjan að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýrinni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir steinveggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vettvang til þess að kynnast nágrönnunum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamennirnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matarsmökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira