Fótbrotnaði í gæsapartýinu sínu: „Ég er hræðileg á dansgólfinu“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 15:49 Eins og sjá má grætur Ásdís það ekki að hafa ristarbrotnað í gæsuninni sinni. Vísir/Ásdís Ásdís Rósa Hafliðadóttir, laganemi, gengur í það heilaga eftir einn og hálfan mánuð og því skipulögðu vinkonur hennar heljarinnar gæsun í gærdag henni til heiðurs. Dagurinn var troðfullur af viðburðum, bubblubolta og þyrluflugi, en Ásdísi tókst að slasa sig alveg í lok dags þegar skorað var á hana að taka nútímadans í gæsapartýinu. Ásdís er trúlofuð grafíska hönnuðinum Hirti Hjartarsyni. „Ég fór í þyrluferð upp á Esjuna og í svona fótbolta þar sem maður er í einhvers konar blöðru,“ segir Ásdís og á við svokallaðan bubblubolta sem vinsæll er í bæði gæsunum og steggjunum. „Það hefði verið svalara að slasa sig þar.“Söngvarinn Hreimur Örn Heimisson sótti Ásdísi Rósu í nudd, sem var að hætti Ross í Friends, og ók henni í gæsabrunch.Vísir/ÁsdísEftir kubb og sund fóru vinkonurnar í grillpartý heim til einnar í skipulagshópnum þar sem spákonan Sigga Kling skemmti mannskapnum. „Það var svolítið drukkið og svo þegar liðið var á kvöldið kom fram ósk um að ég myndi taka nútímadans. Ég tók heljarinnar spor með þessum afleiðingum,“ segir Ásdís og hlær. Hún fór í morgun á slysavarðstofuna og þá kom í ljós að hún hafði ristarbrotnað í dansinum. Hin tilvonandi brúður hlær að atvikinu og tekur því í raun með ótrúlegu jafnaðargeði. „Þetta er bara góður endir á degi, allavega mjög eftirminnilegur. Ég verð í gifsi allavega í mánuð en sem betur fer er brúðkaupið ekki fyrr en eftir einn og hálfan. Ég væri ekki svona hress ef ég væri að fara að labba inn kirkjugólfið í gifsi.“ Nú stendur yfir mikið brúðkaupstímabil á Íslandi og fundu fjölmargir fyrir því á samfélagsmiðlum í gær en 16. júlí virðist hafa verið einkar vinsæll til hátíðarhalda. Mjölnir skaðabótaskyldur vegna beinbrots í steggjapartýi Ásdís segir það ekki algjörlega úr karakter að slasa sig svona. Ásdís þegar allt lék í lyndi eftir þyrluferð upp á Esjuna. Hún segir að það hefði verið meira sexí að slasa sig við að falla úr þyrlu heldur en við almennan klaufaskap.Vísir/Ásdís„Ef einhver slasar sig í gæsun þá er það ég. Ég vil því meina að vinkonur mínar hafi verið mjög útsjónarsamar að græja þessa gæsun núna þegar enn er einn og hálfur mánuður í stóra daginn.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem manneskja slasar sig í gæsun eða steggjun en í fyrra stefndi steggur Mjölni vegna þess að hann fótbrotnaði í steggjun hjá fyrirtækinu. Héraðsdómur viðurkenndi í mars að Mjölnir væri skaðabótaskyldur vegna málsins. Ásdís lítur bjartari augum á málið og telur slysið ekki koma til með að setja strik í reikninginn þegar kemur að brúðkaupsundirbúningi. „Við erum nýbúin að taka góða syrpu núna, kláruðum flest allt. Ég vona að þetta fari að verða komið núna.“ Reyndar er kærasti Ásdísar gamall danskóngur og því hafði hún sagt nýlega við hann að þau þyrftu að fara að æfa brúðarvalsinn. „Ég er hræðileg á dansgólfinu eins og kom í ljós í gær. Þannig að ég þarf að taka mjög stífar æfingar í þessar tvær vikur þegar ég losna úr gifsinu,“ segir Ásdís sem verður rúmliggjandi næsta mánuðinn. „En þetta gæti verið verra, þegar maður lítur tilbaka þá kannski verður þetta bara mánaðarafslöppun fyrir brúðkaupið.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Ásdís Rósa Hafliðadóttir, laganemi, gengur í það heilaga eftir einn og hálfan mánuð og því skipulögðu vinkonur hennar heljarinnar gæsun í gærdag henni til heiðurs. Dagurinn var troðfullur af viðburðum, bubblubolta og þyrluflugi, en Ásdísi tókst að slasa sig alveg í lok dags þegar skorað var á hana að taka nútímadans í gæsapartýinu. Ásdís er trúlofuð grafíska hönnuðinum Hirti Hjartarsyni. „Ég fór í þyrluferð upp á Esjuna og í svona fótbolta þar sem maður er í einhvers konar blöðru,“ segir Ásdís og á við svokallaðan bubblubolta sem vinsæll er í bæði gæsunum og steggjunum. „Það hefði verið svalara að slasa sig þar.“Söngvarinn Hreimur Örn Heimisson sótti Ásdísi Rósu í nudd, sem var að hætti Ross í Friends, og ók henni í gæsabrunch.Vísir/ÁsdísEftir kubb og sund fóru vinkonurnar í grillpartý heim til einnar í skipulagshópnum þar sem spákonan Sigga Kling skemmti mannskapnum. „Það var svolítið drukkið og svo þegar liðið var á kvöldið kom fram ósk um að ég myndi taka nútímadans. Ég tók heljarinnar spor með þessum afleiðingum,“ segir Ásdís og hlær. Hún fór í morgun á slysavarðstofuna og þá kom í ljós að hún hafði ristarbrotnað í dansinum. Hin tilvonandi brúður hlær að atvikinu og tekur því í raun með ótrúlegu jafnaðargeði. „Þetta er bara góður endir á degi, allavega mjög eftirminnilegur. Ég verð í gifsi allavega í mánuð en sem betur fer er brúðkaupið ekki fyrr en eftir einn og hálfan. Ég væri ekki svona hress ef ég væri að fara að labba inn kirkjugólfið í gifsi.“ Nú stendur yfir mikið brúðkaupstímabil á Íslandi og fundu fjölmargir fyrir því á samfélagsmiðlum í gær en 16. júlí virðist hafa verið einkar vinsæll til hátíðarhalda. Mjölnir skaðabótaskyldur vegna beinbrots í steggjapartýi Ásdís segir það ekki algjörlega úr karakter að slasa sig svona. Ásdís þegar allt lék í lyndi eftir þyrluferð upp á Esjuna. Hún segir að það hefði verið meira sexí að slasa sig við að falla úr þyrlu heldur en við almennan klaufaskap.Vísir/Ásdís„Ef einhver slasar sig í gæsun þá er það ég. Ég vil því meina að vinkonur mínar hafi verið mjög útsjónarsamar að græja þessa gæsun núna þegar enn er einn og hálfur mánuður í stóra daginn.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem manneskja slasar sig í gæsun eða steggjun en í fyrra stefndi steggur Mjölni vegna þess að hann fótbrotnaði í steggjun hjá fyrirtækinu. Héraðsdómur viðurkenndi í mars að Mjölnir væri skaðabótaskyldur vegna málsins. Ásdís lítur bjartari augum á málið og telur slysið ekki koma til með að setja strik í reikninginn þegar kemur að brúðkaupsundirbúningi. „Við erum nýbúin að taka góða syrpu núna, kláruðum flest allt. Ég vona að þetta fari að verða komið núna.“ Reyndar er kærasti Ásdísar gamall danskóngur og því hafði hún sagt nýlega við hann að þau þyrftu að fara að æfa brúðarvalsinn. „Ég er hræðileg á dansgólfinu eins og kom í ljós í gær. Þannig að ég þarf að taka mjög stífar æfingar í þessar tvær vikur þegar ég losna úr gifsinu,“ segir Ásdís sem verður rúmliggjandi næsta mánuðinn. „En þetta gæti verið verra, þegar maður lítur tilbaka þá kannski verður þetta bara mánaðarafslöppun fyrir brúðkaupið.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira