75 ára afmælisútgáfa Jeep Wrangler Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:27 75 ára afmælisútgáfan. Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Þann 15. júlí varð Jeep jeppinn 75 ára og í tilefni af því framleiddi Jeep afmælisútgáfu af bílnum góða sem er glettilega líkur fyrstu útgáfu bílsins en öllu betur búinn samt. Árið 1941 samdi Jeep við Bandarísk yfirvöld um framleiðslu 18.000 eintaka af þessum bíl til notkunar fyrir herinn og kostaði hvert eintak af bílnum 749 dollara, eða ríflega 90.000 krónur. Þessi bíll var ekki með hurðum, líkt og afmælisútgáfan nú. Né heldur er bílinn með svokallaðan B-póst fyrir aftan framsætisfarþega svo að burðurinn í rammanum utanum framrúðuna þarf að vera sterkur og er í raun eina vörnin ef bíllinn veltur. Afmælisútgáfan er með öllu sterkari vél en frumgerðin, eða 3,6 lítra Pentastar V-6 sem tengd er við 6 gíra beinskiptingu. Bíllinn er sprautaður í alveg sama græna herlitnum og frumgerðin og yfirbygging bílsins er einkar lík frumgerðinni. Afmælisútgáfan verður til sölu fyrir almenning, en ekki kemur fram hvað hún mun kosta.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent