Bubba Watson kynnir 24 milljóna króna golfflygildi til sögunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2016 15:55 Það væri munur að ferðast um golfvellina á þessu tæki, þó það virðist nú fjarlægur draumur eins og er. YouTube Einn af litríkari kylfingum golfsins, Bubba Watson, sem situr í fimmta sæti heimslistans, hefur kynnt til sögunnar græju sem hann segir að eigi eftir að umbylta golfinu en þó verður að segjast að það virðist fremur fjarlægur möguleiki. Engu að síður er hugmyndin stórskemmtileg og draumi líkast, um er að ræða flygildi sem búið er að hengja golfpoka aftan á sem kylfingar eiga að nota til að svífa um völlinn í stað þess að ganga eða aka. Myndbandið er kostað af sportvöruframleiðandanum Oakley til að fagna því að keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu sem hefjast 5. ágúst næstkomandi. Watson er hluti af liði Bandaríkjanna sem tekur keppir í golfi en myndbandi virðist ekki aðeins ætlað að kynna þennan nýja fararkost kylfinga til leiks og fagna golfinu á Ólympíuleikunum heldur einnig til að kynna PRIZM-sólgleraugun frá Oakley. Í myndbandinu má sjá reyndan flugmann fljúga um Methven-golfvöllinn í Nýja Sjálandi, þar sem þetta flygildi hefur flugleyfi. Flygildið er smíðað af Martin Aircraft og er á tilraunastigi. Það er getur náð allt að 76 kílómetra hraða og náð allt að 914 metra hæð. Flygildið gengur fyrir hefðbundnu eldsneyti og gefur frá sér jafn mikinn hávaða og mótorhjól, sem er reyndar frekar hátt. Framleiðandinn vill hins vegar meina að tækið sé fremur hljóðlátt vegna stimplalausrar snúningsvélar sem gefur frá sér hávaða upp á 90 desíbel. Flygildið getur tekið á loft og lent á þröngum svæðum og gæti því hentað fremur vel í hverskyns björgunarstarf en Martin Aircraft vonast til að selja það til slökkviliðsstöðva, lögregluembætta og sjúkraflutningaaðila. Vonast framleiðandinn til að fá flugleyfi í Bandaríkjunum og selja almenningi það á um það bil 200 þúsund dollara, sem nemur um 24 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Einn af litríkari kylfingum golfsins, Bubba Watson, sem situr í fimmta sæti heimslistans, hefur kynnt til sögunnar græju sem hann segir að eigi eftir að umbylta golfinu en þó verður að segjast að það virðist fremur fjarlægur möguleiki. Engu að síður er hugmyndin stórskemmtileg og draumi líkast, um er að ræða flygildi sem búið er að hengja golfpoka aftan á sem kylfingar eiga að nota til að svífa um völlinn í stað þess að ganga eða aka. Myndbandið er kostað af sportvöruframleiðandanum Oakley til að fagna því að keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu sem hefjast 5. ágúst næstkomandi. Watson er hluti af liði Bandaríkjanna sem tekur keppir í golfi en myndbandi virðist ekki aðeins ætlað að kynna þennan nýja fararkost kylfinga til leiks og fagna golfinu á Ólympíuleikunum heldur einnig til að kynna PRIZM-sólgleraugun frá Oakley. Í myndbandinu má sjá reyndan flugmann fljúga um Methven-golfvöllinn í Nýja Sjálandi, þar sem þetta flygildi hefur flugleyfi. Flygildið er smíðað af Martin Aircraft og er á tilraunastigi. Það er getur náð allt að 76 kílómetra hraða og náð allt að 914 metra hæð. Flygildið gengur fyrir hefðbundnu eldsneyti og gefur frá sér jafn mikinn hávaða og mótorhjól, sem er reyndar frekar hátt. Framleiðandinn vill hins vegar meina að tækið sé fremur hljóðlátt vegna stimplalausrar snúningsvélar sem gefur frá sér hávaða upp á 90 desíbel. Flygildið getur tekið á loft og lent á þröngum svæðum og gæti því hentað fremur vel í hverskyns björgunarstarf en Martin Aircraft vonast til að selja það til slökkviliðsstöðva, lögregluembætta og sjúkraflutningaaðila. Vonast framleiðandinn til að fá flugleyfi í Bandaríkjunum og selja almenningi það á um það bil 200 þúsund dollara, sem nemur um 24 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira