Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2016 23:30 Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem leggja leið sína um Melrakkasléttu. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Það gnæfir yfir Raufarhöfn en tólf ár eru liðin frá því byrjað var að reisa það á ásnum norðvestan við þorpið. Textahöfundurinn landskunni Jónas Friðrik er meðal þeirra sem fylgt hafa verkefninu frá upphafi. Hann segir ferðamennina þó misgáfulega sem heimsækja Heimskautsgerðið og er ekki hrifinn af þeim sem klifra upp á það, sem er illa séð.Hugmyndina átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Og þótt hálfbyggt sé, er Heimskautsgerðið þegar orðið eitt helsta einkennistákn Raufarhafnar. Og til þess var leikurinn gerður, að fá ferðamenn til að beygja af hringveginum og heimsækja Raufarhöfn. „Það er alltaf straumur hér af fólki þannig að það er að virka. Maður er alltaf að sjá bíla fara hingað uppeftir,“ segir Jónas Friðrik.Í frétt Stöðvar 2 voru sýndar myndir af því hvernig Heimskautsgerðið mun líta út fullbyggt. Það er því mikið ógert. Mikla fjármuni þarf til að ljúka verkinu. „Svona 70-80 milljónir, eitthvað svoleiðis. Ég er ekki með það á mér, sko.“ -En þið eruð að minnsta kosti komnir þetta langt? „Já, en þetta er búið að taka tímann sinn. Við byrjuðum 2004 þannig að þetta smáþokast bara. En það er líka ágætt. Sígandi lukka, hún er góð.“ -En fullgert, þá verður þetta virkilega glæsilegt mannvirki? „Þetta ER glæsilegt mannvirki. En þegar það er fullgert verður það ennþá flottara, náttúrlega,“ svarar skáldið Jónas Friðrik Guðnason. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem leggja leið sína um Melrakkasléttu. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Það gnæfir yfir Raufarhöfn en tólf ár eru liðin frá því byrjað var að reisa það á ásnum norðvestan við þorpið. Textahöfundurinn landskunni Jónas Friðrik er meðal þeirra sem fylgt hafa verkefninu frá upphafi. Hann segir ferðamennina þó misgáfulega sem heimsækja Heimskautsgerðið og er ekki hrifinn af þeim sem klifra upp á það, sem er illa séð.Hugmyndina átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Og þótt hálfbyggt sé, er Heimskautsgerðið þegar orðið eitt helsta einkennistákn Raufarhafnar. Og til þess var leikurinn gerður, að fá ferðamenn til að beygja af hringveginum og heimsækja Raufarhöfn. „Það er alltaf straumur hér af fólki þannig að það er að virka. Maður er alltaf að sjá bíla fara hingað uppeftir,“ segir Jónas Friðrik.Í frétt Stöðvar 2 voru sýndar myndir af því hvernig Heimskautsgerðið mun líta út fullbyggt. Það er því mikið ógert. Mikla fjármuni þarf til að ljúka verkinu. „Svona 70-80 milljónir, eitthvað svoleiðis. Ég er ekki með það á mér, sko.“ -En þið eruð að minnsta kosti komnir þetta langt? „Já, en þetta er búið að taka tímann sinn. Við byrjuðum 2004 þannig að þetta smáþokast bara. En það er líka ágætt. Sígandi lukka, hún er góð.“ -En fullgert, þá verður þetta virkilega glæsilegt mannvirki? „Þetta ER glæsilegt mannvirki. En þegar það er fullgert verður það ennþá flottara, náttúrlega,“ svarar skáldið Jónas Friðrik Guðnason.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00