Tekjur Íslendinga: Davíð Oddsson langtekjuhæstur fjölmiðlamanna enn á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 09:40 Davíð Oddsson, Páll Magnússon, Kolbrún Bergþórsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Egill Helgason vísir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14
Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent