Um háskólamenntun í tónlist – námsþróun í alþjóðlegri samvinnu Þóra Einarsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsmenntun í tónlist hefur verið í deiglunni að undanförnu. Af því tilefni langar mig að ræða stöðu mála í menntun á háskólastigi á Íslandi þ.e. innan tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, LHÍ. Nokkuð hefur verið rætt um fjárskort og aðstöðuleysi en hér er ætlunin að fjalla í nokkrum greinum um þá uppbyggingu og framþróun náms sem á sér stað innan LHÍ. Á síðustu árum hefur LHÍ leikið lykilhlutverk í þróun meistaranáms í tónlist undir heitinu New Audiences and Innovative Practice, NAIP, í samvinnu við erlenda tónlistarháskóla. Ég hef tekið þátt í þessari námsþróun sem að mínu mati er með því merkasta sem á sér stað í tónlistarmenntun á háskólastigi á Íslandi. Í niðurstöðum nýlega útgefinnar langtímarannsóknar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg (Universität für Musik und darstellende Kunst Wien) er m.a. bent á að NAIP-meistaranámið gagnist nemendum vel að námi loknu. Í niðurstöðum er jafnframt bent á að þær áherslur sem sé að finna í NAIP-meistaranáminu séu æskilegar í öllu tónlistarnámi á háskólastigi. Kennarar LHÍ hafa unnið með mörgum helstu sérfræðingum Evrópu á sviði tónlistarmenntunar á háskólastigi (e. Higher Music Education) að þessari námsþróun og hefur sú þekking og reynsla haft áhrif á aðrar námsbrautir í LHÍ.Lofsamleg umsögn Nýverið hlaut nýtt verkefni um áframhaldandi þróun NAIP-meistaranámsins 270.090 evrur í styrk frá ERASMUS+ eða rúmlega 37 milljónir króna. Styrkveitingunni fylgir lofsamleg umsögn óháðra sérfræðinga sem veittu umsókninni 91 stig af 100 mögulegum. Listaháskóli Íslands stýrir verkefninu. Þátttakendur auk tónlistar- og sviðslistadeildar LHÍ eru: Guildhall School of Music & Drama London, Stockholms konstnärliga högskola, Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, Koninklijk Conservatorium Den Haag, Prins Claus Conservatory of Music & Academia Minerva Groningen og Yong Siew Toh Conservatory of Music Singapore. Einnig taka Íslenska óperan og evrópsk samtök tónlistarskóla, AEC, þátt sem samstarfsaðilar úr atvinnulífinu. Markmið verkefnisins er að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglega vinnu milli tónlistar og sviðslista. Áhersla verður lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni. Mikilvægt er að háskólastofnanir tengist atvinnulífi og samfélagi. LHÍ vinnur í samstarfi við fjölda listastofnana, tónlistarhátíða, skóla og annarra stofnana. Til dæmis má nefna Tectonics, Iceland Airways, Myrka Músíkdaga, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperuna og Listvinafélag Hallgrímskirkju en nemendur á öllum námsstigum skólans hafa komið fram á tónleikum í samstarfi við þessar stofnanir. Einnig hafa meistaranemar í NAIP og í listkennslu unnið með fjölda skólabarna sem og með fjölbreyttum hópum s.s. fólki með fötlun, fólki án atvinnu og fólki með heilabilun. Þannig hefur LHÍ leitast við að tengjast samfélaginu, starfa í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk, skóla og aðrar stofnanir, miðla og hvetja til tónsköpunar á fjölbreyttan hátt. Styrkveiting ERASMUS+ er mikilvæg viðurkenning á starfi LHÍ á sviði tónlistar og sviðslista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun