Nýr Citroën C3 með Cactus-útliti Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 11:00 Nýr Citroën C3. Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent