Gæða sér á kökum að loknum ramadan Una Sighvatsdóttir skrifar 6. júlí 2016 20:00 Eftir fjögurra daga föstu hafa múslimar unnið sér það inn að gera svolítið vel við sig. Nú er Eid al-fitr hátíðin hafin og múslimar á Íslandi slá upp veislu Tæplega 500 manns eru í Félagi múslíma á Íslandi og í mosku þeirra í dag kom saman fólk á öllum aldri til að þakka gjafir guðs og fagna lokum Ramadan, enda getur tekið á að fasta í 18 tíma í dag í fjórar vikur.Fjölskyldur og vinir hittast og gefa gjafir Stöð2 tók nokkra úr söfnuðinum tali að lokinni bænastund í dag, þar á meðal Einar Jónsson sem sagðist alltaf passa upp á að fá frí í vinnunni yfir eid al-fitr hátíðina, enda væri hún eiginlega eins og jólin þar sem fjölskyldan og vinir njóti þess að vera saman. það alltaf gleðilegt að fagna lokum ramadan með eid al-fitr. „Þessi ramadan var svolítið erfiður líka núna, þannig að það er smá léttir eftir þetta. Í gær kom ég heim og hugsaði með mér: „Fjúff, hann er búinn. Ég má borða núna!“" Ismail Kolbeinn Jónsson tekur í sama streng og segir að stundum sé svolítið erfitt að fasta á ramadan, en stundum sé það ekkert mál.Ismaeel Maleek er gesta-imam Félags múslíma á Íslandi. Hann segir eid mikilvæga hátíð til að þakka guði og gleðjast.Láta hryðjuverk íslamska ríkisins ekki buga sig Hryðjuverkin í Írak á sunnudag varpa skugga á Eid hátíðina um allan heim, en þar létu minnst 250 múslímar lífið í árás samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Imam íslenska söfnuðarins, Ismaeel Malik sem er í heimsókn hér frá Bandaríkjunum, kýs sjálfur að kalla hryðjuverkamennina Satanska ríkið. „Staðreyndin er sú að þessir menn sem standa að baki þessu, hið satanska ríki Íraks og Sýrland, þeir vilja að við séum sorgmædd, þeir vilja rífa okkur niður, svo það sem við þurfum að gera er að bregðast við með jákvæðni. Við þurfum að leggja hart að okkur við að mennta almenning um hið sanna eðli íslams og til þess að gera það verðum við að halda gleði okkar yfir eid-hátíðina," segir Ismaeel.Mikill fjölskyldubragur á íslensku hátíðahöldunum Aðspurður segir hann misjafnt eftir löndum og söfnuðum hvernig eid er fagnað. Hjá söfnuðunum sem hann vinnur mest með, í New York borg, eru hátíðahöldin jafnan bæði lokaðari og lágstemmdari, en á Íslandi sé mikill fjölskyldubragur á eid al-fitr. „Samfélag múslíma hér á Íslandi er mjög opið svo hér koma bræður okkar og systur saman. Bænastundin er vissulega aðskilin eftir kynjum, en þegar við erum búin að biðja sameinumst við, hlæjum og skemmtum okkur."Naima Aden heldur nú upp á eid-hátíðina í annað sinn á Íslandi og segir það miklu skemmtilegra hér en í heimalandi hennar Bretlandi.Eid miklu skemmtilegri á Íslandi en í Bretlandi Undir þetta tekur Naima Aden sem flutti til Íslands fyrir 11 mánuðum frá Bretlandi. Hún segir gaman að gera samanburð við moskuna sína heima. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er eid á Íslandi miklu skemmtilegra en eid heima í Bretland. Hérna fær maður köku og svoleiðis! Ég held það sé vegna þess að hér er samfélagið svo smátt að fólk kann betur að meta hvert annað, og allir eru mjög glaðir að hitta aðra múslíma," segir Naima og hlær dátt. „Fólk vill eignast vini og það borðar saman og bakar kökur. Í Bretlandi eru svo margir múslimar að fólk leggur ekki eins mikið upp úr því lengur. Það er ekkert sérstakt við það að vera múslími í Bretlandi, en hér er það sérstakt og það flæðir allt í mat og kökum og sætindum. Eid er margfalt betra hérna!" Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Eftir fjögurra daga föstu hafa múslimar unnið sér það inn að gera svolítið vel við sig. Nú er Eid al-fitr hátíðin hafin og múslimar á Íslandi slá upp veislu Tæplega 500 manns eru í Félagi múslíma á Íslandi og í mosku þeirra í dag kom saman fólk á öllum aldri til að þakka gjafir guðs og fagna lokum Ramadan, enda getur tekið á að fasta í 18 tíma í dag í fjórar vikur.Fjölskyldur og vinir hittast og gefa gjafir Stöð2 tók nokkra úr söfnuðinum tali að lokinni bænastund í dag, þar á meðal Einar Jónsson sem sagðist alltaf passa upp á að fá frí í vinnunni yfir eid al-fitr hátíðina, enda væri hún eiginlega eins og jólin þar sem fjölskyldan og vinir njóti þess að vera saman. það alltaf gleðilegt að fagna lokum ramadan með eid al-fitr. „Þessi ramadan var svolítið erfiður líka núna, þannig að það er smá léttir eftir þetta. Í gær kom ég heim og hugsaði með mér: „Fjúff, hann er búinn. Ég má borða núna!“" Ismail Kolbeinn Jónsson tekur í sama streng og segir að stundum sé svolítið erfitt að fasta á ramadan, en stundum sé það ekkert mál.Ismaeel Maleek er gesta-imam Félags múslíma á Íslandi. Hann segir eid mikilvæga hátíð til að þakka guði og gleðjast.Láta hryðjuverk íslamska ríkisins ekki buga sig Hryðjuverkin í Írak á sunnudag varpa skugga á Eid hátíðina um allan heim, en þar létu minnst 250 múslímar lífið í árás samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Imam íslenska söfnuðarins, Ismaeel Malik sem er í heimsókn hér frá Bandaríkjunum, kýs sjálfur að kalla hryðjuverkamennina Satanska ríkið. „Staðreyndin er sú að þessir menn sem standa að baki þessu, hið satanska ríki Íraks og Sýrland, þeir vilja að við séum sorgmædd, þeir vilja rífa okkur niður, svo það sem við þurfum að gera er að bregðast við með jákvæðni. Við þurfum að leggja hart að okkur við að mennta almenning um hið sanna eðli íslams og til þess að gera það verðum við að halda gleði okkar yfir eid-hátíðina," segir Ismaeel.Mikill fjölskyldubragur á íslensku hátíðahöldunum Aðspurður segir hann misjafnt eftir löndum og söfnuðum hvernig eid er fagnað. Hjá söfnuðunum sem hann vinnur mest með, í New York borg, eru hátíðahöldin jafnan bæði lokaðari og lágstemmdari, en á Íslandi sé mikill fjölskyldubragur á eid al-fitr. „Samfélag múslíma hér á Íslandi er mjög opið svo hér koma bræður okkar og systur saman. Bænastundin er vissulega aðskilin eftir kynjum, en þegar við erum búin að biðja sameinumst við, hlæjum og skemmtum okkur."Naima Aden heldur nú upp á eid-hátíðina í annað sinn á Íslandi og segir það miklu skemmtilegra hér en í heimalandi hennar Bretlandi.Eid miklu skemmtilegri á Íslandi en í Bretlandi Undir þetta tekur Naima Aden sem flutti til Íslands fyrir 11 mánuðum frá Bretlandi. Hún segir gaman að gera samanburð við moskuna sína heima. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er eid á Íslandi miklu skemmtilegra en eid heima í Bretland. Hérna fær maður köku og svoleiðis! Ég held það sé vegna þess að hér er samfélagið svo smátt að fólk kann betur að meta hvert annað, og allir eru mjög glaðir að hitta aðra múslíma," segir Naima og hlær dátt. „Fólk vill eignast vini og það borðar saman og bakar kökur. Í Bretlandi eru svo margir múslimar að fólk leggur ekki eins mikið upp úr því lengur. Það er ekkert sérstakt við það að vera múslími í Bretlandi, en hér er það sérstakt og það flæðir allt í mat og kökum og sætindum. Eid er margfalt betra hérna!"
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira