Framkvæmdarstjóri Lemon: „Landsliðsmenn eiga allir inni samlokur hjá okkur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júlí 2016 14:26 Mikið var fagnað á veitingarstað Lemon í París í leikjunum á EM. Vísir/Lemon Eigendur veitingastaðarins Lemon fullyrða að velgengni Íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM hafi haft það góð áhrif á fyrirtækið að nú hafi áður lokaðar leiðir opnast. Fyrirtækið hefur þegar opnað útibú í París og segja að vegna gífurlegrar umfjöllunar um eina íslenska veitingastaðinn í höfuðborg Frakklands séu nú á borðinu tilboð um að opna staði í öðrum löndum Evrópu og víðar. Athyglin sé slík að nú hafi kviknað áhugi fyrir því að opna Lemon staði í Þýskalandi, Spáni, Danmörku, Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum og í Tælandi. „Þetta er allt mis langt á veg komið,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson framkvæmdastjóri veitingakeðjunnar. „Það er áhugi fyrir því að opna fleiri staði í París. Svo eru mjög stórir aðilar í Þýskalandi sem vilja opna marga Lemon staði á næstu fimm árum. Svo erum við með aðila í Bangkok, höfuðborg Tælands, sem við erum að klára einkaleyfi samninga við.Fréttafólk var í beinni útsendingu frá eina íslenska veitingarstaðnum í París á meðan á leikjum stóð.VísirAthygli fjölmiðla opnaði ný tækifæriLemon keðjan varð hluti af umfjöllun franskra miðla um EM vegna velgengni íslenska landsliðsins. Jón segir að við það hafi opnast aftur fyrir viðskiptaviðræður sem eigendur staðarins höfðu talið að hefðu runnið í sandinn. „Fyrirspurnir frá til dæmis Noregi og Spáni frá fólki sem við höfðum haft samband við en ekkert heyrt frá komu svo til okkar daginn eftir að Ísland sló út England 16 liða úrslitum. Velgengni strákanna virkaði mjög vel fyrir okkur líka. Það sama á við viðskiptatengsl í Bandaríkjunum. Menn í þessum viðskiptageira duttu inn á Lemon staðinni í París þar sem þeir voru að fara á leikinn og höfðu svo samband. Við vorum komnir á stað en þetta sparkaði boltanum enn lengra.“ Jón Arnar segir að eigendur staðarins hafi reynt hvað þeir gátu til þess að lokka íslensku landsliðsmennina á veitingastaðinn á meðan þeir voru staddir í París. Dagskrá hafi því miður ekki leyft það. Jón er það þakklátur strákunum að hann vill gjarnan launa þeim fyrir greiðann „Ég held að það sé alveg á hreinu að strákarnir eiga allir inni fríar samlokur hjá okkur!“ Jón segir að næstu Lemon staðir opni líklegast í Þýskalandi eða Bretlandi, þá í Berlín og London. Stefnt er á að opna þar á næsta ári. Tengdar fréttir Lemon opnar í París Veitingastaðurinn Lemon opnar sinn fyrsta stað erlendis og það í höfuðborg Frakklands, París - staðurinn mun formlega opna 1. mars á 43 Rue des Petits Carreaux - í öðru hverfi. 15. janúar 2016 15:30 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Lemon fullyrða að velgengni Íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM hafi haft það góð áhrif á fyrirtækið að nú hafi áður lokaðar leiðir opnast. Fyrirtækið hefur þegar opnað útibú í París og segja að vegna gífurlegrar umfjöllunar um eina íslenska veitingastaðinn í höfuðborg Frakklands séu nú á borðinu tilboð um að opna staði í öðrum löndum Evrópu og víðar. Athyglin sé slík að nú hafi kviknað áhugi fyrir því að opna Lemon staði í Þýskalandi, Spáni, Danmörku, Noregi, Bretlandi, Bandaríkjunum og í Tælandi. „Þetta er allt mis langt á veg komið,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson framkvæmdastjóri veitingakeðjunnar. „Það er áhugi fyrir því að opna fleiri staði í París. Svo eru mjög stórir aðilar í Þýskalandi sem vilja opna marga Lemon staði á næstu fimm árum. Svo erum við með aðila í Bangkok, höfuðborg Tælands, sem við erum að klára einkaleyfi samninga við.Fréttafólk var í beinni útsendingu frá eina íslenska veitingarstaðnum í París á meðan á leikjum stóð.VísirAthygli fjölmiðla opnaði ný tækifæriLemon keðjan varð hluti af umfjöllun franskra miðla um EM vegna velgengni íslenska landsliðsins. Jón segir að við það hafi opnast aftur fyrir viðskiptaviðræður sem eigendur staðarins höfðu talið að hefðu runnið í sandinn. „Fyrirspurnir frá til dæmis Noregi og Spáni frá fólki sem við höfðum haft samband við en ekkert heyrt frá komu svo til okkar daginn eftir að Ísland sló út England 16 liða úrslitum. Velgengni strákanna virkaði mjög vel fyrir okkur líka. Það sama á við viðskiptatengsl í Bandaríkjunum. Menn í þessum viðskiptageira duttu inn á Lemon staðinni í París þar sem þeir voru að fara á leikinn og höfðu svo samband. Við vorum komnir á stað en þetta sparkaði boltanum enn lengra.“ Jón Arnar segir að eigendur staðarins hafi reynt hvað þeir gátu til þess að lokka íslensku landsliðsmennina á veitingastaðinn á meðan þeir voru staddir í París. Dagskrá hafi því miður ekki leyft það. Jón er það þakklátur strákunum að hann vill gjarnan launa þeim fyrir greiðann „Ég held að það sé alveg á hreinu að strákarnir eiga allir inni fríar samlokur hjá okkur!“ Jón segir að næstu Lemon staðir opni líklegast í Þýskalandi eða Bretlandi, þá í Berlín og London. Stefnt er á að opna þar á næsta ári.
Tengdar fréttir Lemon opnar í París Veitingastaðurinn Lemon opnar sinn fyrsta stað erlendis og það í höfuðborg Frakklands, París - staðurinn mun formlega opna 1. mars á 43 Rue des Petits Carreaux - í öðru hverfi. 15. janúar 2016 15:30 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Lemon opnar í París Veitingastaðurinn Lemon opnar sinn fyrsta stað erlendis og það í höfuðborg Frakklands, París - staðurinn mun formlega opna 1. mars á 43 Rue des Petits Carreaux - í öðru hverfi. 15. janúar 2016 15:30