Við getum – ég get Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir greinaskrifum, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar sem er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Í þessari fjórðu grein er fjallað um sjálfræði einstaklingsins og rétt hans til að hafa áhrif á eigin meðferð og umönnun. Þegar við heyrum orðið krabbamein dettur mörgum fyrst í hug dauði en með síaukinni þróun í meðferð og tækni er greining krabbameins ekki sami dauðadómur og fyrir nokkrum áratugum. Nú bæði læknast fleiri og sífellt fleiri lifa lengur en áður með ólæknandi krabbamein, sem þýðir að sjúkdómurinn er orðinn langvinnur sjúkdómur sem einstaklingar þurfa að læra að lifa með.Mikilvæg umræða Það er alltaf mikilvægt að einstaklingar sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra fái upplýsingar um sjúkdóminn, horfur og meðferð sem hægt er að veita til að lækna sjúkdóminn, lengja líf, draga úr einkennum og bæta líðan og lífsgæði. Það er líka mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein hugsi og ræði bæði við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvað þeim er mikilvægt og hvaða óskir þeir hafa varðandi eigin meðferð. Þegar sjúkdómurinn er ólæknandi þá verður þessi umræða enn mikilvægari og snýst þá um hversu langt einstaklingurinn vill ganga varðandi meðferð, hvað hann vill leggja áherslu á varðandi lífsgæði sín, hvað hann vill forðast að gerist og hvernig hann vilji láta haga málum eftir andlát sitt.Eðlilegur hluti af þjónustu Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og umönnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglulega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið við heilbrigðisstarfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt að þessi umræða fer oft ekki fram vegna þess að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og almenningi finnst hún erfið og telja hana jafnvel draga úr von og valda frekari vanlíðan. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að markviss umræða um þessi mál geti eflt raunhæfa von, bætt skilning og líðan sjúklings og aðstandenda auk þess að líklegra er að sjúklingurinn fái þá meðferð sem hann óskar. Ef þessi umræða fer fram eru sjúklingar og aðstandendur betur undirbúnir þegar sjúkdómurinn versnar og hún getur jafnframt stuðlað að betri líðan aðstandenda eftir andlát. VIÐ GETUM – haft áhrif á umræðuna og opnað samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar. ÉG GET – rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist. Bernacki, R. E., og Block, S. D. (2014). Communication about serious illness care goals: a review and synthesis of best practices. JAMA Intern Med, 174(12), 1994-2003. Kristín Lára Ólafsdóttir. (2016). Samtal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. https://skemman.is/item/view/1946/23880 World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir greinaskrifum, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar sem er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Í þessari fjórðu grein er fjallað um sjálfræði einstaklingsins og rétt hans til að hafa áhrif á eigin meðferð og umönnun. Þegar við heyrum orðið krabbamein dettur mörgum fyrst í hug dauði en með síaukinni þróun í meðferð og tækni er greining krabbameins ekki sami dauðadómur og fyrir nokkrum áratugum. Nú bæði læknast fleiri og sífellt fleiri lifa lengur en áður með ólæknandi krabbamein, sem þýðir að sjúkdómurinn er orðinn langvinnur sjúkdómur sem einstaklingar þurfa að læra að lifa með.Mikilvæg umræða Það er alltaf mikilvægt að einstaklingar sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra fái upplýsingar um sjúkdóminn, horfur og meðferð sem hægt er að veita til að lækna sjúkdóminn, lengja líf, draga úr einkennum og bæta líðan og lífsgæði. Það er líka mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein hugsi og ræði bæði við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvað þeim er mikilvægt og hvaða óskir þeir hafa varðandi eigin meðferð. Þegar sjúkdómurinn er ólæknandi þá verður þessi umræða enn mikilvægari og snýst þá um hversu langt einstaklingurinn vill ganga varðandi meðferð, hvað hann vill leggja áherslu á varðandi lífsgæði sín, hvað hann vill forðast að gerist og hvernig hann vilji láta haga málum eftir andlát sitt.Eðlilegur hluti af þjónustu Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og umönnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglulega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið við heilbrigðisstarfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt að þessi umræða fer oft ekki fram vegna þess að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og almenningi finnst hún erfið og telja hana jafnvel draga úr von og valda frekari vanlíðan. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að markviss umræða um þessi mál geti eflt raunhæfa von, bætt skilning og líðan sjúklings og aðstandenda auk þess að líklegra er að sjúklingurinn fái þá meðferð sem hann óskar. Ef þessi umræða fer fram eru sjúklingar og aðstandendur betur undirbúnir þegar sjúkdómurinn versnar og hún getur jafnframt stuðlað að betri líðan aðstandenda eftir andlát. VIÐ GETUM – haft áhrif á umræðuna og opnað samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar. ÉG GET – rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist. Bernacki, R. E., og Block, S. D. (2014). Communication about serious illness care goals: a review and synthesis of best practices. JAMA Intern Med, 174(12), 1994-2003. Kristín Lára Ólafsdóttir. (2016). Samtal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. https://skemman.is/item/view/1946/23880 World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun