Við getum – ég get Kristín Lára Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir greinaskrifum, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar sem er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Í þessari fjórðu grein er fjallað um sjálfræði einstaklingsins og rétt hans til að hafa áhrif á eigin meðferð og umönnun. Þegar við heyrum orðið krabbamein dettur mörgum fyrst í hug dauði en með síaukinni þróun í meðferð og tækni er greining krabbameins ekki sami dauðadómur og fyrir nokkrum áratugum. Nú bæði læknast fleiri og sífellt fleiri lifa lengur en áður með ólæknandi krabbamein, sem þýðir að sjúkdómurinn er orðinn langvinnur sjúkdómur sem einstaklingar þurfa að læra að lifa með.Mikilvæg umræða Það er alltaf mikilvægt að einstaklingar sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra fái upplýsingar um sjúkdóminn, horfur og meðferð sem hægt er að veita til að lækna sjúkdóminn, lengja líf, draga úr einkennum og bæta líðan og lífsgæði. Það er líka mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein hugsi og ræði bæði við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvað þeim er mikilvægt og hvaða óskir þeir hafa varðandi eigin meðferð. Þegar sjúkdómurinn er ólæknandi þá verður þessi umræða enn mikilvægari og snýst þá um hversu langt einstaklingurinn vill ganga varðandi meðferð, hvað hann vill leggja áherslu á varðandi lífsgæði sín, hvað hann vill forðast að gerist og hvernig hann vilji láta haga málum eftir andlát sitt.Eðlilegur hluti af þjónustu Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og umönnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglulega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið við heilbrigðisstarfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt að þessi umræða fer oft ekki fram vegna þess að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og almenningi finnst hún erfið og telja hana jafnvel draga úr von og valda frekari vanlíðan. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að markviss umræða um þessi mál geti eflt raunhæfa von, bætt skilning og líðan sjúklings og aðstandenda auk þess að líklegra er að sjúklingurinn fái þá meðferð sem hann óskar. Ef þessi umræða fer fram eru sjúklingar og aðstandendur betur undirbúnir þegar sjúkdómurinn versnar og hún getur jafnframt stuðlað að betri líðan aðstandenda eftir andlát. VIÐ GETUM – haft áhrif á umræðuna og opnað samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar. ÉG GET – rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist. Bernacki, R. E., og Block, S. D. (2014). Communication about serious illness care goals: a review and synthesis of best practices. JAMA Intern Med, 174(12), 1994-2003. Kristín Lára Ólafsdóttir. (2016). Samtal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. https://skemman.is/item/view/1946/23880 World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum We Can – I Can eða VIÐ GETUM – ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og stendur fyrir greinaskrifum, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Fyrsta greinin birtist í Fréttablaðinu 4. febrúar sem er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Í þessari fjórðu grein er fjallað um sjálfræði einstaklingsins og rétt hans til að hafa áhrif á eigin meðferð og umönnun. Þegar við heyrum orðið krabbamein dettur mörgum fyrst í hug dauði en með síaukinni þróun í meðferð og tækni er greining krabbameins ekki sami dauðadómur og fyrir nokkrum áratugum. Nú bæði læknast fleiri og sífellt fleiri lifa lengur en áður með ólæknandi krabbamein, sem þýðir að sjúkdómurinn er orðinn langvinnur sjúkdómur sem einstaklingar þurfa að læra að lifa með.Mikilvæg umræða Það er alltaf mikilvægt að einstaklingar sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra fái upplýsingar um sjúkdóminn, horfur og meðferð sem hægt er að veita til að lækna sjúkdóminn, lengja líf, draga úr einkennum og bæta líðan og lífsgæði. Það er líka mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein hugsi og ræði bæði við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvað þeim er mikilvægt og hvaða óskir þeir hafa varðandi eigin meðferð. Þegar sjúkdómurinn er ólæknandi þá verður þessi umræða enn mikilvægari og snýst þá um hversu langt einstaklingurinn vill ganga varðandi meðferð, hvað hann vill leggja áherslu á varðandi lífsgæði sín, hvað hann vill forðast að gerist og hvernig hann vilji láta haga málum eftir andlát sitt.Eðlilegur hluti af þjónustu Það ætti að vera eðlilegur hluti af þjónustu og umönnun einstaklinga með krabbamein að þeir fái reglulega tækifæri til að ræða óskir sínar og þarfir varðandi framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið við heilbrigðisstarfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt að þessi umræða fer oft ekki fram vegna þess að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og almenningi finnst hún erfið og telja hana jafnvel draga úr von og valda frekari vanlíðan. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að markviss umræða um þessi mál geti eflt raunhæfa von, bætt skilning og líðan sjúklings og aðstandenda auk þess að líklegra er að sjúklingurinn fái þá meðferð sem hann óskar. Ef þessi umræða fer fram eru sjúklingar og aðstandendur betur undirbúnir þegar sjúkdómurinn versnar og hún getur jafnframt stuðlað að betri líðan aðstandenda eftir andlát. VIÐ GETUM – haft áhrif á umræðuna og opnað samtalið um hvað er okkur mikilvægt og hvernig við getum undirbúið dauða okkar. ÉG GET – rætt við fjölskyldu mína um hvað er mér mikilvægt og hvað ég myndi vilja forðast ef ég veiktist alvarlega eða slasaðist. Bernacki, R. E., og Block, S. D. (2014). Communication about serious illness care goals: a review and synthesis of best practices. JAMA Intern Med, 174(12), 1994-2003. Kristín Lára Ólafsdóttir. (2016). Samtal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. https://skemman.is/item/view/1946/23880 World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun