Guðni er minn kostur Eiríkur Hjálmarsson skrifar 20. júní 2016 11:27 Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Saga embættis forseta Íslands er stutt eða bara rúm 70 ár. Fimm hafa gegnt því. Til samanburðar má rekja röð Japanskeisara aftur fyrir landnám Íslands og nú ríkir sá 125. í óslitinni röð. Japanar fá hinsvegar ekki að velja sér þjóðhöfðingja. Það fáum við og nú er komið að því. Ekki skortir okkur úrvalið af frambjóðendum í þetta skiptið. Þau eru eins ólík og þau eru mörg. Hvert með sínar áherslur og stílbrigði; styrkleika og snöggu bletti. Maður mátar ekki bara áherslur frambjóðendanna við það sem manni sjálfum finnst, heldur ekki síður persónurnar og hvað eftir þær liggur. Sá frambjóðandi sem mér finnst hafa skarpasta sýn á verkefni næsta forseta er Guðni Th. Jóhannesson. Mér hugnast hans nálgun líka best. Ekki bara hefur hann rýnt í þessa stuttu sögu flestum betur, heldur hefur hann líka dregið af henni lærdóma, sem hann hefur miðlað óspart. Það finnst mér mikilvægt nú þegar 20 ára setu núverandi forseta lýkur og við kjósendur veljum hvert kúrsinn liggur héðan. Guðni hefur ekki bara með skrifum sínum og sögum lagt okkur í hendur tæki til að meta með heiðarlegum hætti þá leið sem við Íslendingar höfum valið síðustu áratugi, heldur líka boðist til að leiða okkur á ferðalaginu næstu árin. Fyrir það er ég þakklátur þeim Guðna og Elizu. Mér finnst þau hafa staðið sig með miklum sóma í að kynna sig og sjónarmið sín síðustu vikur. Þau hafa svarað spurningum fólks víða um land. Það hafa þau gert af heiðarleika og húmor, sem er kannski það sem mestu máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar