Hver er Guðni Th. Jóhannesson? Jónas Knútsson skrifar 20. júní 2016 14:08 Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða?
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun