Ég kýs Andra Snæ Þórður Helgason skrifar 21. júní 2016 11:38 Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun