Ég kýs Andra Snæ Þórður Helgason skrifar 21. júní 2016 11:38 Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Sjá meira
Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun