Er reynsla og menntun minna virði ef ég er kona? Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:42 Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun