Í fúlustu alvöru! Þóranna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:44 Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda!
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar