Þannig forseti vil ég vera Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2016 07:00 Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun