Hvers vegna styð ég Guðna Th. Jóhannesson Ísak Kári Kárason skrifar 22. júní 2016 10:01 Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun