Bíll ársins í 112 þjónustu Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 10:35 Opel Astra Sports Tourer, sérútbúinn til neyðarþjónustu. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent
Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu 2016, gerir sig gildandi á sífellt fleiri sviðum eftir því sem Opel annar eftirspurn. Opel Astra er með eindæmum sterkur og traustur og fyrir vikið þykir hann henta sérlega vel í verkefni þar sem mikið liggur við og ekkert má klikka. Nýlega kynnti Opel til sögunnar sérstaka útfærslu af Sports Tourer langbaksútgáfunni , sem er sniðinn fyrir fyrirtæki í neyðarþjónustu; slökkvilið og sjúkrastofnanir. Í grunninn kemur bíllinn afar vel búinn, nýjum, framúrskarandi tæknilausnum hvað varðar allan samskipta- og öryggisbúnað. Þegar við bætast svo 190 kg léttari hönnun miðað við forverann og öflug og spræk 136 hestafla díselvél með sex þrepa sjálfskiptinu, þá er kominn bíll sem eru allir vegir færir. Fyrirtæki og stofnanir sem sinna neyðarþjónustu voru hafðir með í ráðum við mótun á þeim Opel Astra Sports Tourer sem er sérbúinn fyrir neyðarþjónustu og verða fyrstu eintökin mætt á neyðarvaktina í haust á götum Evrópu.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent