Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. júní 2016 11:00 Það er gott að eiga góðan vin í harðri kosningabaráttunni Vísir/Vilhelm Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur þekkt Guðna Th. í mörg ár. Guðni Th. Jóhannesson Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er yfirlýst stuðningskona Guðna og það er alls ekki að ástæðulausu.Þekkist þið Guðni persónulega? „Ég er búin að þekkja hann alla ævi, við erum nágrannar og ég var með honum í skóla og ég þekki hann bara af góðu. Mér finnst hann hógvær og klár... ég gæti haldið alveg endalaust áfram.“Kött Grá Pjé dáist að Elísabetu Jökulsdóttur en er feiminn við að heilsa henni.Elísabet Jökulsdóttir Kött Grá Pjé rappari og skáld er ekki mikil aðdáandi forsetaembættisins en hann hefur þó ekki farið leynt með aðdáun sína á kollega sínum í skáldskapnum. „Mér finnst Andri afbragðsfínn náungi og hafði gaman af sögutímunum hjá Guðna þokulúðri Jó. en Elísabet er bara svo mögnuð týpa, kjaftfor, fyndin og óútpæld. Skáld og sprellari. Svo er manifestóið hennar stórfallegt plagg. Manneskjulegt og blátt áfram. Í sem skemmstu máli finnst mér hún æði.“ Þau þekkjast ekki persónulega en hann segir mér þó að þau hafi eitt sinn verið stödd á sama stað á sama tíma og að hann hafi ekki þorað að heilsa henni, verið „starstruck“ - svo mikil er sú aðdáun.Svavar Örn Svavarsson hefur átt í löngu viðskipta- og vinasambandi við Höllu Tómasdóttur.Halla Tómasdóttir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður og tískulögga er aðdáandi Höllu Tómasdóttur enda hefur hann klippt á henni hárið síðastliðin 20 ár. „Það eru mjög margir frambærilegir þarna en þetta er persónuleg vinátta líka sem ræður svolítið mikið för. Það sem hún hefur verið að gera – þessi Ted fyrirlestur, að hafa verið með V ráðstefnu á síðasta ári, þjóðfundurinn – allt þetta. Hún er búin að vera að vinna að þessum málefnum sem prýða góðan forseta.“Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur lengi dáðst að Andra Snæ.Andri Snær Magnason Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistamaður er eitilharður stuðningsmaður Andra Snæs. „Ég hitti Andra fyrst fyrir 10 árum síðan, þá vorum við nokkur í Austurbæjarskóla áhugasöm um aktivisma. Við vorum nýbúin að lesa Draumalandið og við fengum hann til að flytja smá fyrirlestur fyrir okkur um náttúruvernd og framtíðina. Íslendingum hefur sjaldan staðið til boða jafn hugmyndaríkur og nýsköpunarsinnaður maður í þetta embætti. Ég á erfitt með að ímynda mér annan frambjóðanda sem hefur jafnmikið nýtt fram að færa fyrir Bessastaði. Hann hefur verið ómaklega gagnrýndur fyrir að vera á listamannalaunum og fyrir að hafa skoðanir á náttúrunni. Ef það væri ekki fyrir fólk hér á landi sem tileinkar líf sitt ritlistinni þá væri ég ekki að hylla Andra Snæ í þessu töluðu orðum á íslensku. Ef við getum ekki kosið eitthvað nýtt og ferskt á Bessastaði til hvers þá að halda þessu embætti gangandi?“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur þekkt Guðna Th. í mörg ár. Guðni Th. Jóhannesson Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er yfirlýst stuðningskona Guðna og það er alls ekki að ástæðulausu.Þekkist þið Guðni persónulega? „Ég er búin að þekkja hann alla ævi, við erum nágrannar og ég var með honum í skóla og ég þekki hann bara af góðu. Mér finnst hann hógvær og klár... ég gæti haldið alveg endalaust áfram.“Kött Grá Pjé dáist að Elísabetu Jökulsdóttur en er feiminn við að heilsa henni.Elísabet Jökulsdóttir Kött Grá Pjé rappari og skáld er ekki mikil aðdáandi forsetaembættisins en hann hefur þó ekki farið leynt með aðdáun sína á kollega sínum í skáldskapnum. „Mér finnst Andri afbragðsfínn náungi og hafði gaman af sögutímunum hjá Guðna þokulúðri Jó. en Elísabet er bara svo mögnuð týpa, kjaftfor, fyndin og óútpæld. Skáld og sprellari. Svo er manifestóið hennar stórfallegt plagg. Manneskjulegt og blátt áfram. Í sem skemmstu máli finnst mér hún æði.“ Þau þekkjast ekki persónulega en hann segir mér þó að þau hafi eitt sinn verið stödd á sama stað á sama tíma og að hann hafi ekki þorað að heilsa henni, verið „starstruck“ - svo mikil er sú aðdáun.Svavar Örn Svavarsson hefur átt í löngu viðskipta- og vinasambandi við Höllu Tómasdóttur.Halla Tómasdóttir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður og tískulögga er aðdáandi Höllu Tómasdóttur enda hefur hann klippt á henni hárið síðastliðin 20 ár. „Það eru mjög margir frambærilegir þarna en þetta er persónuleg vinátta líka sem ræður svolítið mikið för. Það sem hún hefur verið að gera – þessi Ted fyrirlestur, að hafa verið með V ráðstefnu á síðasta ári, þjóðfundurinn – allt þetta. Hún er búin að vera að vinna að þessum málefnum sem prýða góðan forseta.“Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur lengi dáðst að Andra Snæ.Andri Snær Magnason Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistamaður er eitilharður stuðningsmaður Andra Snæs. „Ég hitti Andra fyrst fyrir 10 árum síðan, þá vorum við nokkur í Austurbæjarskóla áhugasöm um aktivisma. Við vorum nýbúin að lesa Draumalandið og við fengum hann til að flytja smá fyrirlestur fyrir okkur um náttúruvernd og framtíðina. Íslendingum hefur sjaldan staðið til boða jafn hugmyndaríkur og nýsköpunarsinnaður maður í þetta embætti. Ég á erfitt með að ímynda mér annan frambjóðanda sem hefur jafnmikið nýtt fram að færa fyrir Bessastaði. Hann hefur verið ómaklega gagnrýndur fyrir að vera á listamannalaunum og fyrir að hafa skoðanir á náttúrunni. Ef það væri ekki fyrir fólk hér á landi sem tileinkar líf sitt ritlistinni þá væri ég ekki að hylla Andra Snæ í þessu töluðu orðum á íslensku. Ef við getum ekki kosið eitthvað nýtt og ferskt á Bessastaði til hvers þá að halda þessu embætti gangandi?“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira