Kjósum rétt Halla Tómasdóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun