Grundvallarspurning til forsetaframbjóðenda 23. júní 2016 08:00 Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun