Pikes Peak klifurkeppnin um helgina Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 10:15 Mótorhjól á uppleið á æfingu í gær. Frægasta fjallaklifurkeppni heims verður nú um helgina í Colorado ríki í Bandaríkjunum. Þar klífa bílar og mótorhjól af miklum móð upp fjall og leiðin er 20 kílómetra löng þar sem leynast 156 beygjur og hækkunin nemur 1.440 metrum. Í dag og í gær hafa farið fram æfingar í brautinni sem nú er orðin malbikið uppá topp. Athygli vekur að hraðasta mótorhjólið í þessum æfingum er knúið rafmagni og sá sem ekur því hefur náð öðru sæti síðustu tvö síðustu ár. Þó munar aðeins innan við sekúndu á tíma þess og næsta keppanda sem ekur hefðbundnu Kawasaki Z1000 mótorhjóli. Forvitnilegt verður því að sjá um helgina hvort rafmagnshjólið nær loks yfirhöndinni. Hraðasti bíllinn í æfingum á efsta þriðjungi brautarinnar er einnig knúinn rafmagni og ekið af Rhys Millen og var hann 13 sekúndum hraðari en næsti bíll, sem reyndar er einnig knúinn rafmagni. Aðalkeppnin fer fram á sunnudaginn og vonandi verða ekki mörg dauðaslys þetta árið en keppni þessi hefur krafist margra mannslífa í gegnum árin. Pikes Peak keppnin fór fyrst fram árið 1916 og er því 100 ára. Lokið var við að malbika alla keppnisleiðina árið 2011, en fyrir það var hluti hennar ekinn á möl. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent
Frægasta fjallaklifurkeppni heims verður nú um helgina í Colorado ríki í Bandaríkjunum. Þar klífa bílar og mótorhjól af miklum móð upp fjall og leiðin er 20 kílómetra löng þar sem leynast 156 beygjur og hækkunin nemur 1.440 metrum. Í dag og í gær hafa farið fram æfingar í brautinni sem nú er orðin malbikið uppá topp. Athygli vekur að hraðasta mótorhjólið í þessum æfingum er knúið rafmagni og sá sem ekur því hefur náð öðru sæti síðustu tvö síðustu ár. Þó munar aðeins innan við sekúndu á tíma þess og næsta keppanda sem ekur hefðbundnu Kawasaki Z1000 mótorhjóli. Forvitnilegt verður því að sjá um helgina hvort rafmagnshjólið nær loks yfirhöndinni. Hraðasti bíllinn í æfingum á efsta þriðjungi brautarinnar er einnig knúinn rafmagni og ekið af Rhys Millen og var hann 13 sekúndum hraðari en næsti bíll, sem reyndar er einnig knúinn rafmagni. Aðalkeppnin fer fram á sunnudaginn og vonandi verða ekki mörg dauðaslys þetta árið en keppni þessi hefur krafist margra mannslífa í gegnum árin. Pikes Peak keppnin fór fyrst fram árið 1916 og er því 100 ára. Lokið var við að malbika alla keppnisleiðina árið 2011, en fyrir það var hluti hennar ekinn á möl.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent