Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:57 Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun