Okkar framtíð Guðrún Gígja Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2016 18:33 Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun