Top Gear USA hætt Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 14:23 Rutledge Wood, Tanner Foust og Adam Ferrara í Top Gear USA. Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir? Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Annað kvöld verður síðasti þáttur Top Gear USA sýndur, að minnsta kosti í bili. Það var Rutledge Wood, einn þáttastjórnenda í Top Gear USA sem tilkynnti þetta á Instagram. Hann hefur ásamt Tanner Foust og Adam Ferrara stjórnað þáttunum síðastliðin ár. Í tilkynningu sinni sagði hann að hann vonaðist eftir því að þráðurinn verði einhverntíma tekinn upp að nýju þar vestra, en nú væri komið að leiðarlokum að sinni. Óhætt er að segja að Top Gear USA hafi aldrei náð sömu hæðum og breska útgáfa þáttarins, en þar eru einnig blikur á lofti í höndum nýrra stjórnenda og hefur áhorf á þættina nú í Bretlandi náð nýjum lægðum. Það skildi þó aldrei verða að Top Gear þættirnir beggja megin hafs yrðu aflagðir?
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent