Af einkaskólum, nýsköpun og grunnþjónustu Adda María Jóhannsdóttir skrifar 28. júní 2016 07:00 Eins og fram kom í grein formanns bæjarráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar, sem birtist þann 9. júní sl., hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkt nýjan einkaskóla í Hafnarfirði. Í desember sl. var samþykkt að veita skólanum starfsleyfi án þess þó að fjárheimildir væru fyrir rekstrinum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Þjónustusamningur vegna skólans var samþykktur í fræðsluráði þann 1. júní sl. og í bæjarstjórn þann 8. júní. Rétt er þó að benda á að í þeim þjónustusamningi er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði einungis með 45 nemendum en forsvarsmenn skólans hafa í sínum áætlunum gert ráð fyrir 120 nemendum í fullsetnum skóla. Rekstrargrundvöllurinn hlýtur því að teljast veikur.Forsenda nýsköpunar? Í umræddri grein er bent á að í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar sé lögð áhersla á nýsköpun og fjölbreytni í skólastarfi. Á þeim forsendum er umræðan um einkaskóla einkum byggð. Það eru kaldar kveðjur til skólasamfélagsins í Hafnarfirði. Og eðlilegt að spyrja hvað grunnskólarnir sem reknir eru af bæjarfélaginu gætu gert fyrir þá fjármuni sem ætlaðir eru í hinn nýja einkaskóla. Það má telja nokkuð víst að þeir gætu nýst vel í ýmsa nýsköpun í skólastarfi. Það hefði verið kærkomin búbót, ef aukið svigrúm var að finna í fjárheimildum, að nýta þær á þeim vettvangi.Leikskólar víkja fyrir einkaskóla Það undrast margir þá forgangsröðun að hægt sé að ráðast í stofnun einkaskóla sem mun kalla á aukin útgjöld af hálfu bæjarins á sama tíma og leikskólaúrræðum er lokað í bænum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur núverandi meirihluti þegar lokað tveimur leikskólaúrræðum og fyrir dyrum stendur lokun tveggja til viðbótar, þar á meðal eins elsta starfandi leikskóla bæjarins. Ástæða þessara lokana eru að sögn fulltrúa meirihlutans nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir.Í þágu einkavæðingar Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í fræðsluráði hafa gagnrýnt þá forgangsröðun sem birtist í þessum ákvörðunum. Í stað þess að forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og láta umframfjármuni renna til þeirra leik- og grunnskóla sem bærinn rekur ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að kosta tugum milljóna til þess að fjármagna einkaskóla á unglingastigi. Það er ekki forgangsröðun sem okkur hugnast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í grein formanns bæjarráðs og fræðsluráðs Hafnarfjarðar, sem birtist þann 9. júní sl., hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkt nýjan einkaskóla í Hafnarfirði. Í desember sl. var samþykkt að veita skólanum starfsleyfi án þess þó að fjárheimildir væru fyrir rekstrinum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Þjónustusamningur vegna skólans var samþykktur í fræðsluráði þann 1. júní sl. og í bæjarstjórn þann 8. júní. Rétt er þó að benda á að í þeim þjónustusamningi er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði einungis með 45 nemendum en forsvarsmenn skólans hafa í sínum áætlunum gert ráð fyrir 120 nemendum í fullsetnum skóla. Rekstrargrundvöllurinn hlýtur því að teljast veikur.Forsenda nýsköpunar? Í umræddri grein er bent á að í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar sé lögð áhersla á nýsköpun og fjölbreytni í skólastarfi. Á þeim forsendum er umræðan um einkaskóla einkum byggð. Það eru kaldar kveðjur til skólasamfélagsins í Hafnarfirði. Og eðlilegt að spyrja hvað grunnskólarnir sem reknir eru af bæjarfélaginu gætu gert fyrir þá fjármuni sem ætlaðir eru í hinn nýja einkaskóla. Það má telja nokkuð víst að þeir gætu nýst vel í ýmsa nýsköpun í skólastarfi. Það hefði verið kærkomin búbót, ef aukið svigrúm var að finna í fjárheimildum, að nýta þær á þeim vettvangi.Leikskólar víkja fyrir einkaskóla Það undrast margir þá forgangsröðun að hægt sé að ráðast í stofnun einkaskóla sem mun kalla á aukin útgjöld af hálfu bæjarins á sama tíma og leikskólaúrræðum er lokað í bænum. Á síðastliðnum tveimur árum hefur núverandi meirihluti þegar lokað tveimur leikskólaúrræðum og fyrir dyrum stendur lokun tveggja til viðbótar, þar á meðal eins elsta starfandi leikskóla bæjarins. Ástæða þessara lokana eru að sögn fulltrúa meirihlutans nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir.Í þágu einkavæðingar Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í fræðsluráði hafa gagnrýnt þá forgangsröðun sem birtist í þessum ákvörðunum. Í stað þess að forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og láta umframfjármuni renna til þeirra leik- og grunnskóla sem bærinn rekur ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að kosta tugum milljóna til þess að fjármagna einkaskóla á unglingastigi. Það er ekki forgangsröðun sem okkur hugnast.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun