Er læsisverkefni á réttri leið? Arnór Guðmundsson skrifar 28. júní 2016 07:00 Þjóðarátak um læsi hófst á síðasta ári með því að öll sveitarfélög landsins skrifuðu undir yfirlýsingu um að efla læsi grunnskólabarna. Hluti af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um þetta verkefni var að ríkið myndi leggja fjármagn til verkefnisins og var Menntamálastofnun falið að sjá um framkvæmd þess. Almenn sátt var um að markvissra aðgerða væri þörf til að snúa við þróun sem sýnir að lestrargetu íslenskra ungmenna fer hrakandi. Er nú svo komið að nær þriðjungur íslenskra drengja telst ekki geta ,,lesið sér til gagns“ við lok grunnskóla samkvæmt mælingum PISA rannsóknar. Þann 1. október á síðasta ári tók til starfa teymi sérfræðinga sem Menntamálastofnun réð til að vinna að framgangi verkefnisins. Teymið byggði á aðgerðaáætlun sem starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis vann og byggir á gagnreyndum aðferðum þjóða sem hafa náð góðum árangri í að efla lestrarkunnáttu. Í starfi teymisins hefur verið lögð áhersla á að undirbúa vel ráðgjöf til skóla, sveitarfélaga og foreldra. Mun ráðgjöfin byggjast á áreiðanlegu mati á núverandi stöðu, leiðbeiningum um hvernig nýta megi mælingar til að fylgjast með framgangi verkefnisins og endurbótum á því. Í framtíðinni mun ráðgjöfin að stórum hluta byggjast á niðurstöðum stöðuprófa í læsi fyrir 1.-10. bekk sem taka til lesfimi, lesskilnings og ritunar. Prófin munu bæta möguleika kennara til að meta stöðu nemenda og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Læsisteymið hefur komið miklu í verk á þeim ríflega átta mánuðum sem það hefur starfað. Sendar hafa verið upplýsingar er varða forspá til allra grunnskóla um stöðu nemenda í grunnskólum í lestri. Í kjölfarið hefur verið veitt ráðgjöf til 14 sveitarfélaga og búið er að ákveða tíma til ráðgjafar hjá 17 sveitarfélögum til viðbótar nú í haust. Jafnframt hefur teymið verið með fræðsluerindi fyrir fræðslustjóra og skólastjórnendur á tólf stöðum á vordögum, mun það einnig kynna starf sitt á kennaraþingum víðsvegar um land nú í haust. Ekki var gert ráð fyrir að ráðgjöf á vegum læsisteymisins yrði meginþunginn í starfinu fyrr en lokið væri gerð hluta stöðuprófa í læsi en fyrsti hluti þeirra verður tilbúinn til notkunar á haustmánuðum. Ráðgjöf til sveitarfélaga er því á áætlun. Gerð kynningarefnis og vefsíðu um læsi er einnig á áætlun og er gert ráð fyrir að ný vefsíða verði opnuð nú í haust.Stendur öllum til boða Þegar sérfræðingar voru ráðnir til starfa í læsisteymi var lögð áhersla á að fá til starfa kennara sem höfðu mikla reynslu af skólastarfi og lestrarmálum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum komu upp nokkrir erfiðleikar sem leiddu til þess að hluti læsisráðgjafa hugðist hætta störfum nú í vor. Tókst að greiða úr þessum vanda með ásættanlegum hætti og nú er staðan sú að þrír læsisráðgjafar hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Tveir læsisráðgjafar munu hverfa aftur til fyrri starfa og munu þeir koma til með að eiga í samstarfi við læsisteymið á vettvangi síns sveitarfélags. Ekki er komin niðurstaða varðandi stöðu teymisstjóra. Þegar hefur verið ráðið í eina stöðuna sem losnaði og fleiri stöður munu verða auglýstar á næstunni. Kemur til greina að einhverjir nýrra starfsmanna verði staðsettir á landsbyggðinni. Rekstrarkostnaður grunnskóla nemur nú nærri 60 milljörðum króna á ári. Í því samhengi telst það varla ofrausn að 1% af þeirri upphæð sé lögð í þróunarkostnað sem dreifist á fimm ár. Sveitarfélög hafa reyndar tekið því fagnandi að ríkið hefur lagt hönd á plóginn því möguleikar þeirra til að styðja við þróunarstarf í sínum grunnskólum eru mismunandi. Ráðgjöf læsisteymis MMS stendur öllum sveitarfélögum til boða. Verkefnið er umfangsmikið og markmiðin háleit og ljóst er að það tekur tíma.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðarátak um læsi hófst á síðasta ári með því að öll sveitarfélög landsins skrifuðu undir yfirlýsingu um að efla læsi grunnskólabarna. Hluti af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um þetta verkefni var að ríkið myndi leggja fjármagn til verkefnisins og var Menntamálastofnun falið að sjá um framkvæmd þess. Almenn sátt var um að markvissra aðgerða væri þörf til að snúa við þróun sem sýnir að lestrargetu íslenskra ungmenna fer hrakandi. Er nú svo komið að nær þriðjungur íslenskra drengja telst ekki geta ,,lesið sér til gagns“ við lok grunnskóla samkvæmt mælingum PISA rannsóknar. Þann 1. október á síðasta ári tók til starfa teymi sérfræðinga sem Menntamálastofnun réð til að vinna að framgangi verkefnisins. Teymið byggði á aðgerðaáætlun sem starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis vann og byggir á gagnreyndum aðferðum þjóða sem hafa náð góðum árangri í að efla lestrarkunnáttu. Í starfi teymisins hefur verið lögð áhersla á að undirbúa vel ráðgjöf til skóla, sveitarfélaga og foreldra. Mun ráðgjöfin byggjast á áreiðanlegu mati á núverandi stöðu, leiðbeiningum um hvernig nýta megi mælingar til að fylgjast með framgangi verkefnisins og endurbótum á því. Í framtíðinni mun ráðgjöfin að stórum hluta byggjast á niðurstöðum stöðuprófa í læsi fyrir 1.-10. bekk sem taka til lesfimi, lesskilnings og ritunar. Prófin munu bæta möguleika kennara til að meta stöðu nemenda og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Læsisteymið hefur komið miklu í verk á þeim ríflega átta mánuðum sem það hefur starfað. Sendar hafa verið upplýsingar er varða forspá til allra grunnskóla um stöðu nemenda í grunnskólum í lestri. Í kjölfarið hefur verið veitt ráðgjöf til 14 sveitarfélaga og búið er að ákveða tíma til ráðgjafar hjá 17 sveitarfélögum til viðbótar nú í haust. Jafnframt hefur teymið verið með fræðsluerindi fyrir fræðslustjóra og skólastjórnendur á tólf stöðum á vordögum, mun það einnig kynna starf sitt á kennaraþingum víðsvegar um land nú í haust. Ekki var gert ráð fyrir að ráðgjöf á vegum læsisteymisins yrði meginþunginn í starfinu fyrr en lokið væri gerð hluta stöðuprófa í læsi en fyrsti hluti þeirra verður tilbúinn til notkunar á haustmánuðum. Ráðgjöf til sveitarfélaga er því á áætlun. Gerð kynningarefnis og vefsíðu um læsi er einnig á áætlun og er gert ráð fyrir að ný vefsíða verði opnuð nú í haust.Stendur öllum til boða Þegar sérfræðingar voru ráðnir til starfa í læsisteymi var lögð áhersla á að fá til starfa kennara sem höfðu mikla reynslu af skólastarfi og lestrarmálum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum komu upp nokkrir erfiðleikar sem leiddu til þess að hluti læsisráðgjafa hugðist hætta störfum nú í vor. Tókst að greiða úr þessum vanda með ásættanlegum hætti og nú er staðan sú að þrír læsisráðgjafar hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Tveir læsisráðgjafar munu hverfa aftur til fyrri starfa og munu þeir koma til með að eiga í samstarfi við læsisteymið á vettvangi síns sveitarfélags. Ekki er komin niðurstaða varðandi stöðu teymisstjóra. Þegar hefur verið ráðið í eina stöðuna sem losnaði og fleiri stöður munu verða auglýstar á næstunni. Kemur til greina að einhverjir nýrra starfsmanna verði staðsettir á landsbyggðinni. Rekstrarkostnaður grunnskóla nemur nú nærri 60 milljörðum króna á ári. Í því samhengi telst það varla ofrausn að 1% af þeirri upphæð sé lögð í þróunarkostnað sem dreifist á fimm ár. Sveitarfélög hafa reyndar tekið því fagnandi að ríkið hefur lagt hönd á plóginn því möguleikar þeirra til að styðja við þróunarstarf í sínum grunnskólum eru mismunandi. Ráðgjöf læsisteymis MMS stendur öllum sveitarfélögum til boða. Verkefnið er umfangsmikið og markmiðin háleit og ljóst er að það tekur tíma.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun