Nýr Renault Alaskan pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 14:11 Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér, Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent
Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér,
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent