Umskipti í orkumálum Breta Þorvarður Goði Valdimarsson skrifar 29. júní 2016 07:00 Iðnbyltingin í Bretlandi hófst á ofanverðri 18. öld. Þróaðar voru gufuvélar, drifnar af kolum sem brennd voru til þess að hita vatn. Í kjölfarið breyttist heimurinn. Enn þann dag í dag framleiða Bretar orku með jarðefna- og kolaorkuverum sínum, en standa frammi fyrir miklum áskorunum í orkumálum. Áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og kröfur um verulega lækkun á losun koltvísýrings út í andrúmsloftið koma fram í hugarfarsbreytingu og miklum viðsnúningi á undanförum árum þar í landi í átt að vistvænni orkuframleiðslu. Helsta áþreifanlega breytingin enn sem komið er birtist í örri tækniþróun í vind- og sólarorkuframleiðslu. Nú þegar hafa verið reistir heimsins stærstu vindorkugarðar undan ströndum Bretlandseyja. Samkvæmt Financial Times, 3. maí 2016 (‘Britain Energy Conversion’) hefur breska ríkið dælt um 10 milljörðum punda í styrki til uppbyggingar á þessari vistvænu orkuframleiðslu. Þannig uppfyllti orkuframleiðsla vindrafala og annarra vistvænna orkugjafa um 25% af orkuþörf Breta í fyrra. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem vistvænir orkugjafar framleiða meira en kolaorkugjafar í Bretlandi. Kúvendingin er í stíl við hina þýsku „Energiewende“, en þar eru um 33% af raforku framleidd með vistvænum orkugjöfum. Bretland er nú orðið þriðji stærsti markaðurinn í heimi fyrir stór sólarorkubú, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Philip Wolfe, sem barðist fyrir niðurgreiðslum til þróunarvinnu endurnýjanlegra orkugjafa, segir að sem þjóð þá hafi Bretar tekið því fegins hendi, en stjórnmálaleiðtogar stjórnist enn um sinn af háværum minnihluta andstæðinga þeirrar þróunar. James Court, formaður samtaka um stefnumótun á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu, Renewable Energy Association, segir mikinn árangur hafa náðst. Nú séu um 800.000 heimili og fyrirtæki með sólarorkusellur, til viðbótar við þá gríðarstóru vind- og sólarorkugarða sem hafa byggst upp á síðustu árum.Dregið úr stuðningi En böggull fylgir skammrifi. Ör vöxtur á framleiðslu framangreindra orkugjafa hefur leitt til þess að breska ríkið er byrjað að draga úr stuðningi við þróunarvinnu á þessu sviði. Niðurgreiðslur hafa verið útfærðar með álagi á orkureikninga almennings. Orku- og umhverfismálaráðherra Bretlands, Amber Rudd, rökstyður lækkun á niðurgreiðslum til vistvænnar orkuframleiðslu einmitt með því að vernda þurfi fjölskyldurnar í landinu fyrir háum orkureikningum. Þessi breytta stefna breskra stjórnvalda hefur þegar leitt til þess að nokkrum vistvænum orkufyrirtækjum hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn og óttast er að fleiri hljóti svipuð örlög. Orkumálaráðherra segir þó að stefnan sé enn að styðja við þróunarstarf framleiðenda endurnýjanlegra orkugjafa. Slíkur iðnaður verði hins vegar að geta staðið undir sér í samkeppninni á markaðnum, án niðurgreiðslna frá ríkinu og almenningi. Og Bretar hugsa lengra. Þegar þeir upplýstu á Parísarráðstefnunni að þeir myndu hætta að greiða sérstaklega niður umhverfisvæna orkugjafa aðra en vindorku af hafi, kváðust þeir snúa sér þess í stað að vistvænni kjarnorku. Væntanlega verður áherslan í fyrstu á kjarnakljúfa sem geta brennt kjarnaeldsneytinu þóríum og eru margfalt öruggari og hagkvæmari en nútíma kjarnorkuver. Ennþá meira spennandi er síðan umhverfisvæn orkuframleiðsla með köldum samruna. Þar er hvorki um að ræða mengandi útblástur af nokkru tagi, né geislavirkan úrgang og kostnaðurinn er meira að segja lágur. Gangi þessi tækni upp, er um að ræða einhver merkustu tíðindi í orkumálum jarðarbúa frá upphafi. Unnið úr grein Financial Times – Britains Energy Conversion, dags. 3. maí 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Iðnbyltingin í Bretlandi hófst á ofanverðri 18. öld. Þróaðar voru gufuvélar, drifnar af kolum sem brennd voru til þess að hita vatn. Í kjölfarið breyttist heimurinn. Enn þann dag í dag framleiða Bretar orku með jarðefna- og kolaorkuverum sínum, en standa frammi fyrir miklum áskorunum í orkumálum. Áhyggjur af loftslagsbreytingum af mannavöldum og kröfur um verulega lækkun á losun koltvísýrings út í andrúmsloftið koma fram í hugarfarsbreytingu og miklum viðsnúningi á undanförum árum þar í landi í átt að vistvænni orkuframleiðslu. Helsta áþreifanlega breytingin enn sem komið er birtist í örri tækniþróun í vind- og sólarorkuframleiðslu. Nú þegar hafa verið reistir heimsins stærstu vindorkugarðar undan ströndum Bretlandseyja. Samkvæmt Financial Times, 3. maí 2016 (‘Britain Energy Conversion’) hefur breska ríkið dælt um 10 milljörðum punda í styrki til uppbyggingar á þessari vistvænu orkuframleiðslu. Þannig uppfyllti orkuframleiðsla vindrafala og annarra vistvænna orkugjafa um 25% af orkuþörf Breta í fyrra. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem vistvænir orkugjafar framleiða meira en kolaorkugjafar í Bretlandi. Kúvendingin er í stíl við hina þýsku „Energiewende“, en þar eru um 33% af raforku framleidd með vistvænum orkugjöfum. Bretland er nú orðið þriðji stærsti markaðurinn í heimi fyrir stór sólarorkubú, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Verkfræðingurinn og frumkvöðullinn Philip Wolfe, sem barðist fyrir niðurgreiðslum til þróunarvinnu endurnýjanlegra orkugjafa, segir að sem þjóð þá hafi Bretar tekið því fegins hendi, en stjórnmálaleiðtogar stjórnist enn um sinn af háværum minnihluta andstæðinga þeirrar þróunar. James Court, formaður samtaka um stefnumótun á sviði endurnýjanlegrar orkuframleiðslu, Renewable Energy Association, segir mikinn árangur hafa náðst. Nú séu um 800.000 heimili og fyrirtæki með sólarorkusellur, til viðbótar við þá gríðarstóru vind- og sólarorkugarða sem hafa byggst upp á síðustu árum.Dregið úr stuðningi En böggull fylgir skammrifi. Ör vöxtur á framleiðslu framangreindra orkugjafa hefur leitt til þess að breska ríkið er byrjað að draga úr stuðningi við þróunarvinnu á þessu sviði. Niðurgreiðslur hafa verið útfærðar með álagi á orkureikninga almennings. Orku- og umhverfismálaráðherra Bretlands, Amber Rudd, rökstyður lækkun á niðurgreiðslum til vistvænnar orkuframleiðslu einmitt með því að vernda þurfi fjölskyldurnar í landinu fyrir háum orkureikningum. Þessi breytta stefna breskra stjórnvalda hefur þegar leitt til þess að nokkrum vistvænum orkufyrirtækjum hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn og óttast er að fleiri hljóti svipuð örlög. Orkumálaráðherra segir þó að stefnan sé enn að styðja við þróunarstarf framleiðenda endurnýjanlegra orkugjafa. Slíkur iðnaður verði hins vegar að geta staðið undir sér í samkeppninni á markaðnum, án niðurgreiðslna frá ríkinu og almenningi. Og Bretar hugsa lengra. Þegar þeir upplýstu á Parísarráðstefnunni að þeir myndu hætta að greiða sérstaklega niður umhverfisvæna orkugjafa aðra en vindorku af hafi, kváðust þeir snúa sér þess í stað að vistvænni kjarnorku. Væntanlega verður áherslan í fyrstu á kjarnakljúfa sem geta brennt kjarnaeldsneytinu þóríum og eru margfalt öruggari og hagkvæmari en nútíma kjarnorkuver. Ennþá meira spennandi er síðan umhverfisvæn orkuframleiðsla með köldum samruna. Þar er hvorki um að ræða mengandi útblástur af nokkru tagi, né geislavirkan úrgang og kostnaðurinn er meira að segja lágur. Gangi þessi tækni upp, er um að ræða einhver merkustu tíðindi í orkumálum jarðarbúa frá upphafi. Unnið úr grein Financial Times – Britains Energy Conversion, dags. 3. maí 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun