Nýr Porsche Panamera fór Nürburgring á 7:38 Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 10:36 Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent