Nýr Porsche Panamera fór Nürburgring á 7:38 Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 10:36 Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent