Nýtt vopn gegn loftslagsvandanum Svavar Hávarðsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Verkefnið hófst árið 2007 og var hvati að því að tókst að uppræta mengunarvanda vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. Vísir/Vilhelm Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira