Fangar fá sjaldan lán Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júní 2016 07:00 Formaður Afstöðu, félags fanga, segir nánast alla fanga vera á vanskilaskrá, meðal annars vegna sakarkostnaðar. Fréttablaðið/Anton brink „Það er í raun ekkert sem bannar föngum eða fyrrverandi föngum að fá lán hjá LÍN en staðreyndin er sú að reglur hjá LÍN eru ekki hannaðar fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, en hann hefur sett sig í samband við menntamálaráðuneytið vegna þess hve erfitt er fyrir fanga og fyrrverandi fanga að fá námslán. Hann segir ástæðuna vera þá að nánast allir fangar séu á vanskilaskrá, meðal annars vegna sakarkostnaðar. Einstaklingur á vanskilaskrá þarf að útvega sér ábyrgðarmann til þess að eiga möguleika á námsláni. „Flestir fangar eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og verða því að sanna sig áður en þeim er treyst af fjölskyldu eða vinum. Besta leiðin til þess að sanna sig er einmitt að snúa blaðinu við og læra og ná áfanga.“ Guðmundur segir að ef fyrrverandi fangi hefði tök á því að mennta sig og þannig eiga auðveldara með að komast inn í samfélagið á ný, myndi endurkomutíðni í fangelsin minnka. „Það fara svo margir aftur í fangelsi því þeir fengu enga aðstoð til að breyta lífi sínu. Stjórnvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi er til að þess að auka aðgengi til náms fyrir fanga því aukin menntun fækkar glæpum og endurkomu í fangelsi.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir núgildandi ástand vera eins og Guðmundur lýsi því. „Það skiptir máli að fangar eða fyrrverandi fangar mennti sig. Þá eru minni líkur á því að þeir fari aftur í fangelsi. Við vitum þetta og með nýja frumvarpinu erum við að opna á það,“ segir Illugi en í lok síðasta mánaðar lagði hann fram nýtt frumvarp um LÍN. Í frumvarpinu er nýmæli um að námsmenn geti fengið styrkgreiðslur á mánuði. „Af því að við erum að aðskilja styrki og lán þá getur fangi sem er í lánshæfu námi og nær námsframvindunni fengið styrkinn þrátt fyrir að vera á vanskilaskrá. Eina undantekningin er sú að viðkomandi má ekki vera í vanskilum við lánasjóðinn en þetta er mikil bót frá því sem áður var,“ segir Illugi og bætir við að lánshæft nám sé einnig iðn- og verknám en ekki einungis nám á háskólastigi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það er í raun ekkert sem bannar föngum eða fyrrverandi föngum að fá lán hjá LÍN en staðreyndin er sú að reglur hjá LÍN eru ekki hannaðar fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, en hann hefur sett sig í samband við menntamálaráðuneytið vegna þess hve erfitt er fyrir fanga og fyrrverandi fanga að fá námslán. Hann segir ástæðuna vera þá að nánast allir fangar séu á vanskilaskrá, meðal annars vegna sakarkostnaðar. Einstaklingur á vanskilaskrá þarf að útvega sér ábyrgðarmann til þess að eiga möguleika á námsláni. „Flestir fangar eru búnir að brenna allar brýr að baki sér og verða því að sanna sig áður en þeim er treyst af fjölskyldu eða vinum. Besta leiðin til þess að sanna sig er einmitt að snúa blaðinu við og læra og ná áfanga.“ Guðmundur segir að ef fyrrverandi fangi hefði tök á því að mennta sig og þannig eiga auðveldara með að komast inn í samfélagið á ný, myndi endurkomutíðni í fangelsin minnka. „Það fara svo margir aftur í fangelsi því þeir fengu enga aðstoð til að breyta lífi sínu. Stjórnvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi er til að þess að auka aðgengi til náms fyrir fanga því aukin menntun fækkar glæpum og endurkomu í fangelsi.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir núgildandi ástand vera eins og Guðmundur lýsi því. „Það skiptir máli að fangar eða fyrrverandi fangar mennti sig. Þá eru minni líkur á því að þeir fari aftur í fangelsi. Við vitum þetta og með nýja frumvarpinu erum við að opna á það,“ segir Illugi en í lok síðasta mánaðar lagði hann fram nýtt frumvarp um LÍN. Í frumvarpinu er nýmæli um að námsmenn geti fengið styrkgreiðslur á mánuði. „Af því að við erum að aðskilja styrki og lán þá getur fangi sem er í lánshæfu námi og nær námsframvindunni fengið styrkinn þrátt fyrir að vera á vanskilaskrá. Eina undantekningin er sú að viðkomandi má ekki vera í vanskilum við lánasjóðinn en þetta er mikil bót frá því sem áður var,“ segir Illugi og bætir við að lánshæft nám sé einnig iðn- og verknám en ekki einungis nám á háskólastigi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira