Ráðherra segir ekki koma til greina að endurskoða búvörusamninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júní 2016 19:15 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra. Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að bregðast við gagnrýni á búvörusamninga með því að semja upp á nýtt. Skoða verði gagnrýni atvinnurekenda á samningana í því ljósi að þeirra hagsmunir samrýmist ekki alltaf hagsmunum neytenda eða bænda. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamninga í febrúar síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki Alþingis. Samningarnir hafa verið harðlega gagnrýndir, nú síðast af Samkeppniseftirlitinu. Í umsögn eftirlitsins kemur fram að samningurinn skaði hagsmuni bæði neytenda og bænda og er ákvæðum í honum líkt við að stjórnendur fjármálafyrirtækja væru undanþegnir ákvæðum um umboðssvik. „Ég hef ekki trú á því að þeir sem gerðu þessa samninga á sínum tíma hafi verið að semja um eitthvað sem ekki gagnast neytendum og bændum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Þvert á móti hefur mér sýnst að það hafi nú verið gengið út frá því að þetta væri bæði til að styrkja landbúnaðinn í landinu og einnig þá að styrkja vöruframboð til neytenda á sanngjörnu verði.“ Atvinnuveganefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til meðferðar og mun leggja til breytingar á því. „Þannig að ég geri ráð fyrir að menn séu að skoða einhverjar breytingar sem rúmast innan samningsins sem var gerður,“ segir Gunnar Bragi. „Og mér finnst það ekki óeðlilegt, ef það hefur komið fram gagnrýni sem hægt er að bregðast við innan þess ramma, þá á að sjálfsögðu að gera það.“ Gunnar Bragi segir mikla gagnrýni á samningana ekki hafa komið á óvart. Ekki komi til greina að verða við kröfu Félags atvinnurekenda og annarra um að draga samningana til baka og semja upp á nýtt við Bændasamtökin. „Ég tel enga ástæðu fyrir því,“ segir hann. „Þeirra gagnrýni lýtur náttúrulega að þeirra hagsmunum og þeirra hagsmunir fara ekkert endilega með hagsmunum neytenda eða bænda.“Uppfært 20.10: Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér athugasemd vegna ummæla Gunnars Braga í þessari frétt. Er hún birt hér að neðan í heild sinni.Vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar landbúnaðarráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, að hagsmunir Félags atvinnurekenda og neytenda vegna búvörusamninga færu ekki saman, vill Félag atvinnurekenda taka eftirfarandi fram:Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, Alþýðusambandið, Félag skattgreiðenda, Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Viðskiptaráð og Samtök verslunar og þjónustu höfðu frumkvæði að fundum með þáverandi landbúnaðarráðherra og Bændasamtökunum á meðan viðræður um búvörusamninga stóðu yfir. Á þessum fundum lagði hópurinn fram sameiginlegar tillögur um hvernig gæta mætti hagsmuna neytenda, bænda og annarra atvinnurekenda við gerð búvörusamninga og mótun landbúnaðarstefnu. Tillögurnar voru í öllum aðalatriðum byggðar á tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld, sem starfar á vegum stjórnvalda.Skemmst er frá því að segja að samningsaðilar að búvörusamningum gerðu ekkert með þessar tillögur, sem endurspegla áherslur breiðs hóps samtaka fyrirtækja og almennings í landinu. Það er ein ástæða harðrar gagnrýni á búvörusamningana sem nú liggja fyrir.Sjá nánar í umsögn FA um búvörusamningafrumvarp ráðherra.
Tengdar fréttir Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45 Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Ástæðulaust að endurskoða búvörusamninga þrátt fyrir gagnrýni Formaður Bændasamtakanna telur ástæðulaust að endurskoða búvörusamningana frá grunni þrátt fyrir harða gagnrýni. Hann segir bagalegt að Alþingi skuli ekki vera búið að afgreiða málið nú þegar. 11. júní 2016 18:45
Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. 10. júní 2016 13:53
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur