„Þú skalt ekki aðra guði hafa“ Ívar Halldórsson skrifar 14. júní 2016 09:08 Þar með hélt ég að þetta væri afgreitt. Biblía kristinna manna er skýr í framsetningu boðorðsins sem flestir þekkja, bæði trúaðir og trúlausir. Ef kristnir menn þurfa ekki lengur að fara eftir boðorðunum þá er alveg eins gott að pakka öllum krossum og kaleikum saman og nota frekar kirkjurnar undir sirkussýningar eða til að hýsa innanhússsundlaugar. Að vera í kirkjuleik, þar sem stoðir trúarinnar eru virtar að vettugi, er svipað og að tefla skák þar sem reglum um mannganginn er ekki tekið alvarlega. Slíkt leikfrelsi er ekki vísir á skemmtilega skák. Að bjóða múslimum að tilbiðja guð sinn í kristinni kirkju, er jafn fáránlegt og að bjóða kristnum að tilbiðja sinn guð í mosku. Að segja að kristin trú, búddatrú, íslam og hindúatrú séu systurtrúarbrögð, eins og Fríkirkjuprestur sagði í fjölmiðlum, er eitt af því fjarstæðukenndasta sem kristinn maður getur sagt. Öll þessi trúarbrögð eru mjög ólík og hinar miklu andstæður trúartextanna ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. Múslimar viðurkenna ekki að Jesús Kristur sé eingetinn sonur Guðs, eins og fram kemur í Biblíunni og þ.m.t. í textanum „Heims um ból“, sem kirkjugestir syngja í kristnum kirkjum á hátíð frelsarans : „Signuð mær son Guðs ól.“ Að sama skapi trúa kristnir ekki að Múhameð sé spámaður Guðs. Stólpar þessa tveggja trúarbragða eru því mjög frábrugðnir og geta aldrei verið stoð fyrir einhvers konar sameiginlegan systraboðskap. (Búddatrú og hindúatrú eru þá svo ólíkar kristinni trú að ekki þarf að tíunda muninn hér.) Fríkirkjuprestur þarf að taka sínu starfi alvarlega - ekki gera lítið úr kristinni trú með því að krassa kæruleysislega yfir þau boðorð sem ekki henta honum. Slík hegðun er ekki hegðun sannkristins manns. Nema þá að Fríkirkjuprestur hafi á einhverjum tímapunkti ákveðið að hafa hempuskipti og aðhyllist nú einhvers konar fjölgyðistrú. Hann hefði þá mátt segja okkur það fyrr því að sem erindreki fjölda trúarbragða á hann lítið erindi í kirkjulegt starf, þar sem áhersla skal lögð á innihald Biblíu kristinna manna. En hvað þá með kristilegan kærleika? Auðvitað eiga kristnir að elska múslima, búddatrúarmenn og hindúa eins og aðra, enda er það að elska náungan einsog sjálfan sig hitt mikilvægasta boðorðið í Biblíunni samkvæmt ritningunni sjálfri. En það er hægt að elska náunga sinn án þess að afhenda honum lyklana að húsinu sínu eða bílnum sínum. Það er hægt sð sýna umburðarlyndi án þess að bjóða náunganum uppí rúm. Kristin trú og Íslam eiga heldur ekki erindi undir sömu sæng. Starfsmenn Burger King hamborgarakeðjunnar fá hvorki að matreiða né selja hamborgara sína hjá hamborgarakeðju MacDonald's, þótt starfsmenn Burger King heimsæki eflaust sumir Mac Donald's veitingastaði annað slagið til að kaupa Big Mac - og öfugt. Starfsmenn þessara tveggja staða þurfa ekkert að vera óvinir þótt þeir séu ekki velkomnir inn í eldhús hvors annars með ólík hráefni. Að sama skapi geta kristnir menn auðveldlega elskað náunga sinn án þess að brjóta mikilvæg boðorð og grundvallarreglur kristinnar trúar. Þetta er alls ekki flókið. Það þarf að draga línur í trúmálum eins og öðrum málum í lífi okkar allra - og hvað kristna trú og íslömsk trúarbrögð varðar, er löngu búið að skilgreina bæði hvað er leyfilegt og hvað ekki í trúartextum beggja. Er það nokkur furða að trúleysingjar klóri sér í kollinum yfir hegðun kristinna manna í dag?! Svona hringl er hrikalega klúðurslegt og með þessum meinvillta manngangi verður trúverðugleiki kirkjunnar hérlendis innan tíðar skák og mát. Jæja, nú er ég farinn að jarða allar dauðu lýsnar sem hrundu úr hárinu á mér við skrýtna skák Fríkirkjuprestsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þar með hélt ég að þetta væri afgreitt. Biblía kristinna manna er skýr í framsetningu boðorðsins sem flestir þekkja, bæði trúaðir og trúlausir. Ef kristnir menn þurfa ekki lengur að fara eftir boðorðunum þá er alveg eins gott að pakka öllum krossum og kaleikum saman og nota frekar kirkjurnar undir sirkussýningar eða til að hýsa innanhússsundlaugar. Að vera í kirkjuleik, þar sem stoðir trúarinnar eru virtar að vettugi, er svipað og að tefla skák þar sem reglum um mannganginn er ekki tekið alvarlega. Slíkt leikfrelsi er ekki vísir á skemmtilega skák. Að bjóða múslimum að tilbiðja guð sinn í kristinni kirkju, er jafn fáránlegt og að bjóða kristnum að tilbiðja sinn guð í mosku. Að segja að kristin trú, búddatrú, íslam og hindúatrú séu systurtrúarbrögð, eins og Fríkirkjuprestur sagði í fjölmiðlum, er eitt af því fjarstæðukenndasta sem kristinn maður getur sagt. Öll þessi trúarbrögð eru mjög ólík og hinar miklu andstæður trúartextanna ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. Múslimar viðurkenna ekki að Jesús Kristur sé eingetinn sonur Guðs, eins og fram kemur í Biblíunni og þ.m.t. í textanum „Heims um ból“, sem kirkjugestir syngja í kristnum kirkjum á hátíð frelsarans : „Signuð mær son Guðs ól.“ Að sama skapi trúa kristnir ekki að Múhameð sé spámaður Guðs. Stólpar þessa tveggja trúarbragða eru því mjög frábrugðnir og geta aldrei verið stoð fyrir einhvers konar sameiginlegan systraboðskap. (Búddatrú og hindúatrú eru þá svo ólíkar kristinni trú að ekki þarf að tíunda muninn hér.) Fríkirkjuprestur þarf að taka sínu starfi alvarlega - ekki gera lítið úr kristinni trú með því að krassa kæruleysislega yfir þau boðorð sem ekki henta honum. Slík hegðun er ekki hegðun sannkristins manns. Nema þá að Fríkirkjuprestur hafi á einhverjum tímapunkti ákveðið að hafa hempuskipti og aðhyllist nú einhvers konar fjölgyðistrú. Hann hefði þá mátt segja okkur það fyrr því að sem erindreki fjölda trúarbragða á hann lítið erindi í kirkjulegt starf, þar sem áhersla skal lögð á innihald Biblíu kristinna manna. En hvað þá með kristilegan kærleika? Auðvitað eiga kristnir að elska múslima, búddatrúarmenn og hindúa eins og aðra, enda er það að elska náungan einsog sjálfan sig hitt mikilvægasta boðorðið í Biblíunni samkvæmt ritningunni sjálfri. En það er hægt að elska náunga sinn án þess að afhenda honum lyklana að húsinu sínu eða bílnum sínum. Það er hægt sð sýna umburðarlyndi án þess að bjóða náunganum uppí rúm. Kristin trú og Íslam eiga heldur ekki erindi undir sömu sæng. Starfsmenn Burger King hamborgarakeðjunnar fá hvorki að matreiða né selja hamborgara sína hjá hamborgarakeðju MacDonald's, þótt starfsmenn Burger King heimsæki eflaust sumir Mac Donald's veitingastaði annað slagið til að kaupa Big Mac - og öfugt. Starfsmenn þessara tveggja staða þurfa ekkert að vera óvinir þótt þeir séu ekki velkomnir inn í eldhús hvors annars með ólík hráefni. Að sama skapi geta kristnir menn auðveldlega elskað náunga sinn án þess að brjóta mikilvæg boðorð og grundvallarreglur kristinnar trúar. Þetta er alls ekki flókið. Það þarf að draga línur í trúmálum eins og öðrum málum í lífi okkar allra - og hvað kristna trú og íslömsk trúarbrögð varðar, er löngu búið að skilgreina bæði hvað er leyfilegt og hvað ekki í trúartextum beggja. Er það nokkur furða að trúleysingjar klóri sér í kollinum yfir hegðun kristinna manna í dag?! Svona hringl er hrikalega klúðurslegt og með þessum meinvillta manngangi verður trúverðugleiki kirkjunnar hérlendis innan tíðar skák og mát. Jæja, nú er ég farinn að jarða allar dauðu lýsnar sem hrundu úr hárinu á mér við skrýtna skák Fríkirkjuprestsins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun