Glæfraspil gítarleikarans fær hárin til að rísa á poppbransanum Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2016 14:22 Óneitanlega gæjaleg mynd. Kristján notaði tækifærið og skellti sér í fallhlífarstökk í Svissnesku ölpunum. Kristján Grétarsson, einn besti gítarleikari landsins, birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hann er í fallhlífastökki. Myndin sem tekin var í gær er háskaleg því himinhátt er til jarðar. Enda sýpur poppbransinn allur hveljur og lætur það berlega í ljós á síðu Kristjáns. Sjálfur Bo talar fyrir hönd margra þegar hann segir einfaldlega: „ooohhh“ og Jógvan Hansen spyr hvort ekki sé „alt í lagi heima hjá þer dreingur?“ Vísir náði tali af Kristjáni nú fyrir stundu, en hann er staddur ásamt bróður sínum og vini úti í Frakklandi – en ekki hvar? „Já við skelltum okkur til Swiss svona fyrir fyrsta leik. Fórum til Lauterbrunnen sem er ótrúlegur staður og skelltum okkur þar í svona fallhlífarsvifstökk. Eitthvað sem allir ættu að prófa.“Þú ert ekki mjög lofthræddur?„Jú, ég skal alveg viðurkenna það að ég er mjög lofthræddur.“Ha? Er hægt að fara í svona nokkuð lofthræddur?„Jahhh, einhvernvegin hvarf það um leið og við hittum flugmennina okkar. Þeir virtust svo afslappaðir og auðvitað þaulvanir þessu að maður gleymdi hræðslunni. En vissulega risu hárin nokkrum sinnum í kláfunum á leiðinni þarna upp fjallið sem er þverhnípt í 1600 metra hæð.“Og félagar þínir í bransanum súpa hveljur?„Já ég skal alveg viðurkenna það að ég gerði það sjálfur þegar búið var að bóka þessa afþreyingu fyrir okkur í hópnum.“ Kristján og þeir þrír ætla að sjá alla leiki Íslands ásamt því að ferðast vítt og breitt um Frakkland. Og nú líður að leik og menn væntanlega að stressast upp? „Ekkert stress hjá okkur, en vissulega spenntir. Sitjum í góðum gír hérna á knæpu í St.Etienne og förum að færa okkur fljótlega yfir á völlinn. Þetta snýst auðvitað bara um að njóta þessa ótrúlega augnabliks sem er að fara eiga sér stað hjá landsliðinu.“ Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Kristján Grétarsson, einn besti gítarleikari landsins, birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hann er í fallhlífastökki. Myndin sem tekin var í gær er háskaleg því himinhátt er til jarðar. Enda sýpur poppbransinn allur hveljur og lætur það berlega í ljós á síðu Kristjáns. Sjálfur Bo talar fyrir hönd margra þegar hann segir einfaldlega: „ooohhh“ og Jógvan Hansen spyr hvort ekki sé „alt í lagi heima hjá þer dreingur?“ Vísir náði tali af Kristjáni nú fyrir stundu, en hann er staddur ásamt bróður sínum og vini úti í Frakklandi – en ekki hvar? „Já við skelltum okkur til Swiss svona fyrir fyrsta leik. Fórum til Lauterbrunnen sem er ótrúlegur staður og skelltum okkur þar í svona fallhlífarsvifstökk. Eitthvað sem allir ættu að prófa.“Þú ert ekki mjög lofthræddur?„Jú, ég skal alveg viðurkenna það að ég er mjög lofthræddur.“Ha? Er hægt að fara í svona nokkuð lofthræddur?„Jahhh, einhvernvegin hvarf það um leið og við hittum flugmennina okkar. Þeir virtust svo afslappaðir og auðvitað þaulvanir þessu að maður gleymdi hræðslunni. En vissulega risu hárin nokkrum sinnum í kláfunum á leiðinni þarna upp fjallið sem er þverhnípt í 1600 metra hæð.“Og félagar þínir í bransanum súpa hveljur?„Já ég skal alveg viðurkenna það að ég gerði það sjálfur þegar búið var að bóka þessa afþreyingu fyrir okkur í hópnum.“ Kristján og þeir þrír ætla að sjá alla leiki Íslands ásamt því að ferðast vítt og breitt um Frakkland. Og nú líður að leik og menn væntanlega að stressast upp? „Ekkert stress hjá okkur, en vissulega spenntir. Sitjum í góðum gír hérna á knæpu í St.Etienne og förum að færa okkur fljótlega yfir á völlinn. Þetta snýst auðvitað bara um að njóta þessa ótrúlega augnabliks sem er að fara eiga sér stað hjá landsliðinu.“
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira