Opin umræða Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 17. júní 2016 07:00 Nýlega kvað Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp þann úrskurð að Landsneti bæri að veita Landvernd aðgang að skýrslunni, High Voltage Underground Cables in Iceland, sem samin var fyrir Landsnet um háspennulínur í jörðu. Íslensk útgáfa skýrslunnar var birt á vef Landsnets en ítarlegri útgáfa á ensku var ekki birt opinberlega þar sem í henni var að finna viðskiptaupplýsingar sem Landsnet var ekki tilbúið að veita aðgang að sökum útboðshagsmuna sem hefðu getað haft áhrif á flutningskostnað raforku. Úrskurðarnefndin féllst á þetta sjónarmið og voru þessar upplýsingar fjarlægðar úr skýrslunni áður en hún var birt opinberlega. Báðar skýrslurnar má finna á vef okkar www.landsnet.isSamtalið skiptir máli Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gagnsæi í störfum okkar og kappkostum að miðla áreiðanlegum og réttum upplýsingum. Það eru lagðar ríkar skyldur á Landsnet um kynningu á þeim verkefnum sem til umfjöllunar eru hverju sinni og mun Landsnet kappkosta að uppfylla þær skyldur hér eftir sem hingað til. Það er stefna okkar að sýna frumkvæði í samskiptum við hagsmunaaðila og við viljum að slík samskipti einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Og þar skiptir samtalið öllu máli – það samtal viljum við eiga við Landvernd. Við tökum undir það sjónarmið Landverndar að ekki megi tefja uppbyggingu raforkukerfisins með leyndarhyggju og leynimakki. Slík vinnubrögð viðgangast ekki hjá Landsneti og við erum tilbúin í umræður um skýrsluna og uppbyggingu raforkukerfisins í heild hvenær sem er. Við höfum í gegnum tíðina boðið fulltrúum frá Landvernd að koma og ræða við okkur og ítrekum það boð hér – verið velkomin til okkar á Gylfaflötina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega kvað Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp þann úrskurð að Landsneti bæri að veita Landvernd aðgang að skýrslunni, High Voltage Underground Cables in Iceland, sem samin var fyrir Landsnet um háspennulínur í jörðu. Íslensk útgáfa skýrslunnar var birt á vef Landsnets en ítarlegri útgáfa á ensku var ekki birt opinberlega þar sem í henni var að finna viðskiptaupplýsingar sem Landsnet var ekki tilbúið að veita aðgang að sökum útboðshagsmuna sem hefðu getað haft áhrif á flutningskostnað raforku. Úrskurðarnefndin féllst á þetta sjónarmið og voru þessar upplýsingar fjarlægðar úr skýrslunni áður en hún var birt opinberlega. Báðar skýrslurnar má finna á vef okkar www.landsnet.isSamtalið skiptir máli Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gagnsæi í störfum okkar og kappkostum að miðla áreiðanlegum og réttum upplýsingum. Það eru lagðar ríkar skyldur á Landsnet um kynningu á þeim verkefnum sem til umfjöllunar eru hverju sinni og mun Landsnet kappkosta að uppfylla þær skyldur hér eftir sem hingað til. Það er stefna okkar að sýna frumkvæði í samskiptum við hagsmunaaðila og við viljum að slík samskipti einkennist af hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja. Og þar skiptir samtalið öllu máli – það samtal viljum við eiga við Landvernd. Við tökum undir það sjónarmið Landverndar að ekki megi tefja uppbyggingu raforkukerfisins með leyndarhyggju og leynimakki. Slík vinnubrögð viðgangast ekki hjá Landsneti og við erum tilbúin í umræður um skýrsluna og uppbyggingu raforkukerfisins í heild hvenær sem er. Við höfum í gegnum tíðina boðið fulltrúum frá Landvernd að koma og ræða við okkur og ítrekum það boð hér – verið velkomin til okkar á Gylfaflötina.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar