Hratt og hljótt Erling Freyr Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun