Innlent

Vita ekki hverjir sóttu um starfið

Sveinn arnarsson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, ráðuneyti ferðamála, veit ekki hverjir sóttu um starf framkvæmdastjóra stjórnstöðvar ferðamála. Stofnað hefur verið samvinnufélag um rekstur stjórnstöðvarinnar sem er sjálfstætt félag.

Þetta segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins. Formaður stjórnar stjórnstöðvar ferðamála er hins vegar atvinnuvega­ráðherrann sjálfur, Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Hörður Þórhallsson, núverandi framkvæmdastjóri, sótti ekki um stöðuna en hann var ráðinn í sex mánaða verktöku sem framkvæmdastjóri stjórnstöðvarinnar í nóvember síðastliðnum.

Frestur til að sækja um starf forstjóra rann út 31. maí.

Stjórnstöð ferðamála er samráðsvettvangur samtaka ferðaþjónustunnar og yfirvalda. Henni er ekki ætlað að taka yfir ábyrgð og skyldur núverandi stjórnkerfis eða hagsmunasamtaka greinarinnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×