Tryggingastofnun gert að endurskoða greiðslur til fanga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 22:53 Stór hluti íslenskra fanga er vistaður á Litla-Hrauni. vísir/anton brink Úrskurðarnefnd velferðarmála sneri í liðinni viku við niðurstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins þess efnis hafna umsókn fanga um dagpeninga. Talið var að reglugerð, sem stofnunin byggði synjuna sína á, ætti sér ekki stoð í lögum. Fanginn sem um ræðir var metinn með 75 prósent örorku frá 1. ágúst 2014 til 31. október 2016. Hann sótti um dagpeninga vegna mikils tannlæknakostnaðar og fyrirséðra frekari tannviðgerða. Þá þurfi sonur hans að fara til talmeinafræðings. Í febrúar 2015 var honum tilkynnt af Tryggingastofnuna að lífeyrisgreiðslur til hans myndu falla niður vegna refsivistar hans. Stofnunin hafi síðan síðastliðið sumar hafnað umsókn hans um dagpeninga þar sem hann þótti ekki, að mati stofnunarinnar, uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um vasapeninga og dagpeninga vegna dvalar lífeyrisþega á stofnun. Fram til ársins 2011 var framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að öllum öryrkjum í hópi fanga voru greiddir vasapeningar án þess að sækja þyrfti sérstakelga um þá. Árið 2011 breytti stofnunin verklagi sínu á þeim grundvelli að allir refsifangar sem stunduðu ekki vinnu í fangelsum fengju greidda dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Í úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga, í janúar 2013, var komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting stæðist ekki lög. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu var sett reglugerð sem sótti lagastoð í ákvæði almannatryggingalaga. Á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar var fanganum synjað um vasapeninga. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að umrædd reglugerð skerti rétt fanga umfram það sem fram kemur í áðurnefndum lögum. Það hefði verið gert án heimildar til þess. Að mati nefndarinnar á reglugerðin sér ekki lagastoð og var málinu þegar af þeim sökum vísað til Tryggingastofnunar til nýrrar meðferðar. Tengdar fréttir Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála sneri í liðinni viku við niðurstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins þess efnis hafna umsókn fanga um dagpeninga. Talið var að reglugerð, sem stofnunin byggði synjuna sína á, ætti sér ekki stoð í lögum. Fanginn sem um ræðir var metinn með 75 prósent örorku frá 1. ágúst 2014 til 31. október 2016. Hann sótti um dagpeninga vegna mikils tannlæknakostnaðar og fyrirséðra frekari tannviðgerða. Þá þurfi sonur hans að fara til talmeinafræðings. Í febrúar 2015 var honum tilkynnt af Tryggingastofnuna að lífeyrisgreiðslur til hans myndu falla niður vegna refsivistar hans. Stofnunin hafi síðan síðastliðið sumar hafnað umsókn hans um dagpeninga þar sem hann þótti ekki, að mati stofnunarinnar, uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um vasapeninga og dagpeninga vegna dvalar lífeyrisþega á stofnun. Fram til ársins 2011 var framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að öllum öryrkjum í hópi fanga voru greiddir vasapeningar án þess að sækja þyrfti sérstakelga um þá. Árið 2011 breytti stofnunin verklagi sínu á þeim grundvelli að allir refsifangar sem stunduðu ekki vinnu í fangelsum fengju greidda dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Í úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga, í janúar 2013, var komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting stæðist ekki lög. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu var sett reglugerð sem sótti lagastoð í ákvæði almannatryggingalaga. Á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar var fanganum synjað um vasapeninga. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að umrædd reglugerð skerti rétt fanga umfram það sem fram kemur í áðurnefndum lögum. Það hefði verið gert án heimildar til þess. Að mati nefndarinnar á reglugerðin sér ekki lagastoð og var málinu þegar af þeim sökum vísað til Tryggingastofnunar til nýrrar meðferðar.
Tengdar fréttir Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57