Tryggingastofnun gert að endurskoða greiðslur til fanga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 22:53 Stór hluti íslenskra fanga er vistaður á Litla-Hrauni. vísir/anton brink Úrskurðarnefnd velferðarmála sneri í liðinni viku við niðurstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins þess efnis hafna umsókn fanga um dagpeninga. Talið var að reglugerð, sem stofnunin byggði synjuna sína á, ætti sér ekki stoð í lögum. Fanginn sem um ræðir var metinn með 75 prósent örorku frá 1. ágúst 2014 til 31. október 2016. Hann sótti um dagpeninga vegna mikils tannlæknakostnaðar og fyrirséðra frekari tannviðgerða. Þá þurfi sonur hans að fara til talmeinafræðings. Í febrúar 2015 var honum tilkynnt af Tryggingastofnuna að lífeyrisgreiðslur til hans myndu falla niður vegna refsivistar hans. Stofnunin hafi síðan síðastliðið sumar hafnað umsókn hans um dagpeninga þar sem hann þótti ekki, að mati stofnunarinnar, uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um vasapeninga og dagpeninga vegna dvalar lífeyrisþega á stofnun. Fram til ársins 2011 var framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að öllum öryrkjum í hópi fanga voru greiddir vasapeningar án þess að sækja þyrfti sérstakelga um þá. Árið 2011 breytti stofnunin verklagi sínu á þeim grundvelli að allir refsifangar sem stunduðu ekki vinnu í fangelsum fengju greidda dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Í úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga, í janúar 2013, var komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting stæðist ekki lög. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu var sett reglugerð sem sótti lagastoð í ákvæði almannatryggingalaga. Á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar var fanganum synjað um vasapeninga. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að umrædd reglugerð skerti rétt fanga umfram það sem fram kemur í áðurnefndum lögum. Það hefði verið gert án heimildar til þess. Að mati nefndarinnar á reglugerðin sér ekki lagastoð og var málinu þegar af þeim sökum vísað til Tryggingastofnunar til nýrrar meðferðar. Tengdar fréttir Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála sneri í liðinni viku við niðurstöðu Tryggingarstofnunar ríkisins þess efnis hafna umsókn fanga um dagpeninga. Talið var að reglugerð, sem stofnunin byggði synjuna sína á, ætti sér ekki stoð í lögum. Fanginn sem um ræðir var metinn með 75 prósent örorku frá 1. ágúst 2014 til 31. október 2016. Hann sótti um dagpeninga vegna mikils tannlæknakostnaðar og fyrirséðra frekari tannviðgerða. Þá þurfi sonur hans að fara til talmeinafræðings. Í febrúar 2015 var honum tilkynnt af Tryggingastofnuna að lífeyrisgreiðslur til hans myndu falla niður vegna refsivistar hans. Stofnunin hafi síðan síðastliðið sumar hafnað umsókn hans um dagpeninga þar sem hann þótti ekki, að mati stofnunarinnar, uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð um vasapeninga og dagpeninga vegna dvalar lífeyrisþega á stofnun. Fram til ársins 2011 var framkvæmd Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að öllum öryrkjum í hópi fanga voru greiddir vasapeningar án þess að sækja þyrfti sérstakelga um þá. Árið 2011 breytti stofnunin verklagi sínu á þeim grundvelli að allir refsifangar sem stunduðu ekki vinnu í fangelsum fengju greidda dagpeninga frá Fangelsismálastofnun. Í úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga, í janúar 2013, var komist að þeirri niðurstöðu að sú breyting stæðist ekki lög. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu var sett reglugerð sem sótti lagastoð í ákvæði almannatryggingalaga. Á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar var fanganum synjað um vasapeninga. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að umrædd reglugerð skerti rétt fanga umfram það sem fram kemur í áðurnefndum lögum. Það hefði verið gert án heimildar til þess. Að mati nefndarinnar á reglugerðin sér ekki lagastoð og var málinu þegar af þeim sökum vísað til Tryggingastofnunar til nýrrar meðferðar.
Tengdar fréttir Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Hafna að veita móður langveiks barns fjárhagsaðstoð Dóttir konunnar var metin á 3. sjúkdóms- eða fötlunarstigi en 1. eða 2. stig er nauðsynlegt til að hljóta greiðslur. 1. júní 2016 20:57