Innlent

Handtekinn fyrir að veitast að 15 ára krökkum í Hljómaskálagarðinum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þó nokkrir voru handteknir í nótt á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála.
Þó nokkrir voru handteknir í nótt á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. vísir/heiða
Það var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, aðfaranótt fimmtudags, en þannig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um vörslu fíkniefna og þá voru tveir teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum.

Þá var tilkynnt um mann veittist að 15 ára krökkum í Hljómskálagarðinum en börnin voru að ganga heim eftir skólaball. Tilkynning barst rétt fyrir hálftvö og var maðurinn, sem var í mjög annarlegu ástandi að því er segir í dagbók lögreglu, handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan tvö var svo tilkynnt um þrjá ölvaða menn sem voru að skemma vinnuvélar við Smiðjustíg. Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang en þá var búið að brjóta rúður í vinnuvélunum.

Þá voru tveir menn handteknir í nótt grunaðir um heimilisofbeldi, annars vegar í Vesturbænum og hins vegar í Garðabænum. Báðir voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×