Glænýir bílar enn seldir með gallaða Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 10:20 Audi TT. Þeir sem hafa nýverið keypt bíla eins og 2016 árgerðina af Audi TT, 2017 árgerðina af Audi R8, Mitsubishi i–MiEV eða 2016 árgerðina af Volkswagen CC ættu eðlilega að hafa áhyggjur af öryggi bíls sinna þar sem í þeim eru gallaðir öryggispúðar frá japanska framleiðandanum Takata. Enn er verið að innkalla bíla með þessa gölluðu öryggispúðum frá Takata og hefur Toyota innkallað þá flesta. Gallarnir lýsa sér í því að þegar þeir springa út sprengja þeir einnig umgjörð þeirra og geta þeir þeyst í andlit ökumanna og hafa fjölmörg dauðsföll orðið af völdum þessa. Það eina sem eigendur bíla með þessa gölluðu öryggispúða geta huggað sig við er að það tekur nokkur ár í bílunum fyrir þessa öryggispúða að eyðileggjast og þá þurfa bílarnir að vera í talsverðum raka en það er raki sem veldur göllunum. Því mega eigendur þessara nýju bíla eiga von á því að framleiðendur þeirra muni á næstunni innkalla þá og skipta um þessa púða. Því eru þessir bílar enn öryggir, en á endanum þarf að skipta um öryggispúða í þeim öllum. Fyrir íbúa hérlendis er ekki þörf á að hafa miklar áhyggjur af göllum í þessum nýju bílum þar sem afar fáir bílar af þessum bílgerðum hafa verið seldir hér á landi. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent
Þeir sem hafa nýverið keypt bíla eins og 2016 árgerðina af Audi TT, 2017 árgerðina af Audi R8, Mitsubishi i–MiEV eða 2016 árgerðina af Volkswagen CC ættu eðlilega að hafa áhyggjur af öryggi bíls sinna þar sem í þeim eru gallaðir öryggispúðar frá japanska framleiðandanum Takata. Enn er verið að innkalla bíla með þessa gölluðu öryggispúðum frá Takata og hefur Toyota innkallað þá flesta. Gallarnir lýsa sér í því að þegar þeir springa út sprengja þeir einnig umgjörð þeirra og geta þeir þeyst í andlit ökumanna og hafa fjölmörg dauðsföll orðið af völdum þessa. Það eina sem eigendur bíla með þessa gölluðu öryggispúða geta huggað sig við er að það tekur nokkur ár í bílunum fyrir þessa öryggispúða að eyðileggjast og þá þurfa bílarnir að vera í talsverðum raka en það er raki sem veldur göllunum. Því mega eigendur þessara nýju bíla eiga von á því að framleiðendur þeirra muni á næstunni innkalla þá og skipta um þessa púða. Því eru þessir bílar enn öryggir, en á endanum þarf að skipta um öryggispúða í þeim öllum. Fyrir íbúa hérlendis er ekki þörf á að hafa miklar áhyggjur af göllum í þessum nýju bílum þar sem afar fáir bílar af þessum bílgerðum hafa verið seldir hér á landi.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent