Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm vegna meiðyrða gegn lögreglumanni

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Eskifjörður.
Eskifjörður. Vísir
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands yfir Emil K. Thorarensen fyrir meiðyrði gegn lögreglumanni á Eskifirði. Emil sakaði lögreglumanninn um að hafa sent kynferðisleg skilaboð til táninga. Hann skrifaði þetta í færslu á Facebook í maí 2013 og var dæmdur til þess að greiða lögreglumanninum 100 þúsund krónur í miskabætur að viðlagðri vararefsingu í fyrra.

Hæstiréttur staðfesti dóminn og er Emil gert að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs innan fjögurra vikna eða sitja í fangelsi í átta daga. Einnig þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins eða 571.027 kr.

Lesa má meira um málið hér.

Lesa má dóm Hæstaréttar í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×