Karlar kenna konum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir kosningafíkla er góð og löng kosningabarátta stórviðburður sem fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Dálítið eins og EM í fótbolta. Við bíðum með eftirvæntingu eftir skoðanakönnunum, stúderum viðtöl, kortleggjum pólitískar samsæriskenningar og elskum að ræða stöðuna í baráttunni. Fyrir einhverja er atriði að eiga sér uppáhald en fyrir aðra er sjálf keppnin það sem heillar. Hápunktinum er svo auðvitað náð þegar Jóhanna Vigdís birtist á skjánum í fallegum hvítum kosningajakka. Þá er kjördagur runninn upp.Tveir réttir, annar skemmdur Kosningabarátta vegna kjörs á forseta Íslands stendur í nokkrar vikur á meðan Bandaríkin bjóða upp á baráttu sem byggir upp spennu mánuðum saman. Forsetakjör í Bandaríkjunum hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir heiminn allan. Bandaríski matseðillinn býður hins vegar yfirleitt bara upp á tvo kosti og að þessu sinni er réttur repúblikana skemmdur. Í þessu ljósi er það ekki lítið afrek að ná að halda athygli alls heimsins svo mánuðum skiptir. Það geta síðan varla talist meðmæli með kjósendum að kannanir benda til að úrslit geti orðið tvísýn. Það gæti raunverulega farið svo að Trump verði forseti Bandaríkjanna eins lygilega og það hljómar. Bandaríkjamenn eiga það eftir að velja sér konu sem forseta. Auðvitað yrði það glæsilegur kafli í sögunni ef arftaki Obama yrði Clinton, fyrst kvenna í þessu embætti. Þrátt fyrir að nú sé nánast öruggt að Clinton fái útnefningu Demókrataflokksins þá hefur Bernie Sanders reynst henni erfiðari en hann hefði átt að vera, t.d. í ljósi þess að hann var ekki fyrr en nýlega í Demókrataflokknum. Hann nýtur ótrúlega mikils stuðnings hjá yngstu kjósendum, stuðningur við hann er skilgreindur sem róttækt val og yfirlýsing um breytingar. Sanders er sannarlega vinstrisinnaðri en Clinton en hann er hins vegar bandarískur sósíalisti sem er dálítið annar handleggur en sósíalisti í Evrópu. Þessi þingmaður Vermont hefur til dæmis ríka samúð með byssueigendum. Í íslensku samhengi myndi pólitík Sanders teljast mátulega róttæk, sennilega í námunda við miðjuna.Nýr hvítur karlmaður Clinton og Sanders eru bæði góðir kostir. Og Sanders er dálítið sjarmerandi. Það truflar hins vegar af hvaða ástæðum margir kjósendur styðja Sanders. Hvort þeirra er raunverulega að ryðja veginn? Er svarið við kröfunni um eitthvað nýtt í Washington 74 ára hvítur karlmaður frá Vermont? Stuðningsmenn Sanders og álitsgjafar hafa náð að vinna þeirri hugmynd fylgi að kosning hans yrði róttæk og jafnvel femínískari en að kjósa konu. Þetta afrek minnir á þegar repúblikanar drógu upp mynd af Obama, svörtum syni einstæðrar móður, sem fulltrúa elítunnar af því að hann borðaði rucola-salat.Mansplaining Yfirburðir Clinton hvað varðar pólitíska reynslu eru svo miklir að það er útilokað að draga getu hennar í efa. Kannski að það sé einmitt þess vegna sem hún er gagnrýnd fyrir að vera fulltrúi ráðandi hóps og reynslan notuð gegn henni. Líkt og á EM eru frambjóðendur nefnilega ekki bara dæmdir út frá getu á vellinum heldur líka út frá öðrum og óljósari þáttum. Sanders væri í fótboltanum sagður sýna mikinn karakter og vilja. Árið 2008 kom út ritgerðarsafnið „Men Explain Things to Me“ eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit þar sem hún fjallar um fyrirbæri sem síðar fékk heitið „mansplaining“. Þar er fjallað um karlmanninn sem útskýrir eitthvað fyrir konu sem veit mun meira um málefnið en hann sjálfur. Hann gefur heimilislækni með flensuna það ráð að drekka mikinn vökva. Hann útskýrir sársauka fæðingar fyrir móður. Hann segir rithöfundi frá bók sem hún skrifaði sjálf. Getur verið að framboð Hillary sé í þessari stöðu þegar framboð Sanders útskýrir femínisma fyrir henni? Þegar eldri karlmaður útskýrir fyrir konu í forsetaframboði í Bandaríkjunum að nú þurfi að velja fulltrúa fólksins? Er það ekki dálítið eins og að einhver sjónvarpsáhorfandi heima í stofu myndi útskýra fyrir Lars hvernig íslenska landsliðið komst á EM?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun