Erlent

Tveir látnir eftir hákarlaárásir í Ástralíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hákarlinn sem réðst á konuna var lengri en fiskibátur sem kom á vettvang og er 5,5 metrar á lengd.
Hákarlinn sem réðst á konuna var lengri en fiskibátur sem kom á vettvang og er 5,5 metrar á lengd. vísir/getty
Sextug kona lést í Ástralíu í gær eftir að hákarl réðst á hana en þetta er önnur hákarlaárásin sem verður í vesturhluta Ástralíu á fimm dögum. Konan var við köfun undan ströndum borgarinnar Perth líkt og 29 ára gamall karlmaður sem einnig lést eftir hákarlaárás í vikunni, að því er segir á vef BBC.

Maður sem var með konunni að kafa sagði lögreglunni að hann hefði fundið eitthvað fara framhjá sér í vatninu en þegar hann kom upp úr sjónum sá hann mikla hreyfingu í sjónum undir yfirborðinu.

Fiskibátur kom á vettvang skömmu síðar til að aðstoðar en þrír menn voru í bátnum. Þeir sögðu lögreglunni að báturinn þeirra væri fimm og hálfur metri að lengd en að hákarlinn sem ráðist hefði á konuna hefði verið stærri en báturinn.

Ströndum á svæðinu var lokað eftir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×