Ég spyr þig Illugi! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. júní 2016 07:00 Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun