Nýr Porsche Panamera Turbo jafnar tíma Porsche Carrera GT í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 14:15 Porsche Panamera Turbo S á Nürburgring brautinni. Þeir eru ólíkir bílarnir Porsche Panamera og Porsche Carrera GT, annar þeirra fjögurra sæta stór fjölskyldubíll þar sem vel fer um farþega og hinn ofurbíll sem ætlaður er til að glíma við akstursbrautir. Það merkilega er þó að ný kynslóð Porsche Panamera Turbo náði að jafna tíma Porsche Carrera GT bílsins á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og náði þar tímanum 7:28 mínútur. Vissulega er Porsche Carrera GT ekki nýr bíll en hann kom fram á sjónarsviðið árið 2004 og var framleiddur í 1.270 eintökum fram til ársins 2007. Hann hefur allar götur síðan þótt einstakur akstursbíll og gríðarlega öflugur með sína 612 hestafla V10 vél. Það verður þó að teljast mögnuð þróun hjá Porsche að framleiða nú fjölskyldubíl sem er er álíka snöggur að aka Nürburgring brautina. Nýr Porsche Panamera er með V8 vél og tvær forþjöppur sem tengdar eru við PDK-sjálfskiptingu og bíllinn er fjórhjóladrifinn, öndvert við Porsche Carrera GT, sem er afturhjóladrifinn. Nýja Panameran er bíll sem troðinn er af lúxus og nýrri tækni og því er bíllinn miklu þyngri en hinn 1.450 kg Porsche Carrera GT, en á einhvern óskiljanlegan hátt er hann gæddur slíkri aksturshæfni að vera jafn hraður og ofurbíllinn sem Porsche framleiddi fyrir 10 árum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Þeir eru ólíkir bílarnir Porsche Panamera og Porsche Carrera GT, annar þeirra fjögurra sæta stór fjölskyldubíll þar sem vel fer um farþega og hinn ofurbíll sem ætlaður er til að glíma við akstursbrautir. Það merkilega er þó að ný kynslóð Porsche Panamera Turbo náði að jafna tíma Porsche Carrera GT bílsins á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og náði þar tímanum 7:28 mínútur. Vissulega er Porsche Carrera GT ekki nýr bíll en hann kom fram á sjónarsviðið árið 2004 og var framleiddur í 1.270 eintökum fram til ársins 2007. Hann hefur allar götur síðan þótt einstakur akstursbíll og gríðarlega öflugur með sína 612 hestafla V10 vél. Það verður þó að teljast mögnuð þróun hjá Porsche að framleiða nú fjölskyldubíl sem er er álíka snöggur að aka Nürburgring brautina. Nýr Porsche Panamera er með V8 vél og tvær forþjöppur sem tengdar eru við PDK-sjálfskiptingu og bíllinn er fjórhjóladrifinn, öndvert við Porsche Carrera GT, sem er afturhjóladrifinn. Nýja Panameran er bíll sem troðinn er af lúxus og nýrri tækni og því er bíllinn miklu þyngri en hinn 1.450 kg Porsche Carrera GT, en á einhvern óskiljanlegan hátt er hann gæddur slíkri aksturshæfni að vera jafn hraður og ofurbíllinn sem Porsche framleiddi fyrir 10 árum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent